Creative Commons afnotaleyfisupplýsingar

cc pd CC0 1.0 Altækt (CC0 1.0)
Almenningsyfirlýsing

Fyrirvarar

Commons leyfisskjalið er ekki afnotaleyfi. Það er einfaldlega handhæg heimild sem á að auðvelda skilning á lagamáli CC0 — það er samantekt á mannamáli af helstu atriðum afnotaleyfisins. Það má hugsa það sem notendavænt viðmót á lagamálinu. Þetta leyfisskjal hefur enga lagalega merkingu og innihald þess kemur ekki fyrir í CC0.

Creative Commons er ekki lögmannsstofa og veitir ekki lögfræðiþjónustu. Birting þessa skjals, dreifing þess eða tengingar í það koma ekki á faglegu sambandi lögmanns og skjólstæðings.

Creative Commons hefur ekki sannreynt höfundaréttarstöðu neins verks sem merkt hefur verið með CC0. CC tekur enga ábyrgð á verkum og höfundaréttarstöðu þeirra í nokkurri lögsögu og hafnar ábyrgð vegna allrar mögulegrar notkunar allra verka.

Þetta er samantekt á mannamáli af lagamálinu (lesa textann í heild). Fyrirvarar

Enginn höfundaréttur

  • Einstaklingurinn sem tengdi verk við þetta skjal hefur gefið það í almenning með því að afsala sér á heimsvísu öllum réttindum varðandi verkið sem falla undir höfundaréttarlög eða önnur áþekk réttindi að því marki sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum.

    Þú mátt afrita, dreifa og sýna eða spila verkið, jafnvel í ágóðaskyni, án þess að spyrja um leyfi. Sjá frekari upplýsingar neðar.


Aðrar upplýsingar

  • CC0 hefur engin áhrif á einkaleyfi eða vörumerkjaréttindi nokkurs aðila eða nokkur réttindi sem aðrir kunna að eiga í verkinu eða aðra hagsmuni af notkun þess á borð við friðhelgi einkalífs eða um opinbera myndbirtingu.
  • Ef annað er ekki tekið fram, þá tekur einstaklingurinn sem tengdi verk við þetta skjal enga ábyrgð á verkinu og hafnar allri ábyrgð vegna mögulegrar notkunar þess, svo langt sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum.
  • Þegar notað eða vitnar í verkið þá ættir þú ekki að gefa í skyn að höfundur þess eða sá sem gaf það styðji notkun þína sérstaklega.
Önnur réttindi

Notkun verkar sem ekki lúta neinum þekktum takmörkunum höfundaréttar kann að vera takmörkum með lögum. Verkið og notkun þess getur varðað við lög um upplýsingasöfnun um einstaklinga, friðhelgi einkalífs, persónuleikarétt eða aðrar takmarkanir samkvæmt viðeigandi löggjöf.

Fræðast frekar.

Stuðningur

Í sumum lögsögum kann það að vera ólöglegt að gefa það ranglega í skyn að höfundur, útgefandi eða annar aðili styðji sérstaklega eða samþykki notkun þína á verki.

Fræðast frekar.

Tilvísun

Afritaðu og límdu HTML-kóðann á vefsíðu þína til þess að vísa auðveldlega í þetta verk.

Fræðast frekar

Hver staðfestir?

Gefandinn er einstaklingurinn sem afsalaði sér á heimsvísu réttindum yfir verki með CC0 að því marki sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum. Hann gæti verið upphaflegur höfundur verksins eða annar aðili sem öðlast hefur höfundarétt eða önnur skyld réttindi yfir verkinu.