(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Choummaly Sayasone - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Choummaly Sayasone (fæddur 6 mars, 1936 í Attapu-héraði í suður Laos) var forseti Alþýðulýðveldisins Laos og aðalritari (leiðtogi) kommúnistaflokks landsins, Byltingarflokks Laoskrar alþýðu, frá mars 2006 til 22. janúar 2016. Þjóðþing Laos valdi hann til forsetaembættisins 8 júní 2006 en hann hafði þangað til gengt embætti varaforseta og varnarmálaráðherra. Hann tók við forsetaembættinu af Khamtai Siphandon. Byltingarflokkurinn er eini löglegi flokkurinn í landinu og 113 af 115 þingmönnum eru fulltrúar flokksins. Choummaly var einnig valinn eftirmaður Khamtai sem aðalritari flokksins á 8. flokksþinginu 21 mars 2006. Hann tók sæti í miðstjórn flokksins 2001. Choummaly er bóndasonur og gekk sem unglingur í lið með Pathet Lao. Hann tók þátt í vopnaðri baráttu kommúnista og vann sig smám saman upp. Hann varð fyrst umtalaður í opinberu samhengi árið 1975 þegar hann tók við embætti sem varayfirmaður herforingjaráðsins.

Choummaly Sayasone