Kvenska
Kvenska (kvääni eða kväänin kieli; kainu eða kainun kieli) er finnsk mállýska töluð af Kvenum. Af sögulegum og pólitískum ástæðum var kvenska viðurkennd sem minnihlutamál árið 2005 undir Evrópusáttmálanum um svæðisbundin tungumál og tungumál minnihlutahópa. Frá málfræðilegu sjónarhorni eru kvenska og finnska þó talin gagnkvæmt skiljanleg mál og er kvenska svipuð öðrum finnskum mállýskum í Meänmaa-dal í Svíþjóð.
Kvenska kvääni, kainu | ||
---|---|---|
Málsvæði | Noregur | |
Fjöldi málhafa | 1.500–10.000 (2005) | |
Ætt | Úralskt Finnsk-úgrískt Fennískt Finnskt Kvenska | |
Viðurkennt minnihlutamál | Noregur | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-2 | fiu
| |
ISO 639-3 | fkv
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Í kvensku eru mörg tökuorð úr norsku, svo sem tyskäläinen „þýskur“ (saksalainen í öðrum finnskum mállýskum). Mikið er um gömul finnsk orð sem eru ekki lengur notuð i öðrum mállýskum.
Móðurmálshafar kvensku eru milli 1.500 og 10.000 manns en flestir þeirra eru yfir 60 ára aldri. Þessi hópur notar kvensku sem aðalsamskiptamál. Talendur á miðjum aldri hafa oft slakari tök á málinu og yngsta kynslóðin hefur litla sem enga færni á kvensku. Í einum skóla í Børselv býðst börnum að læra kvensku.