(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Stafangur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Stafangur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 18. maí 2010 kl. 17:43 eftir Alexbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. maí 2010 kl. 17:43 eftir Alexbot (spjall | framlög) (robot Breyti: nn:Stavanger)

Stafangur (norska: Stavanger) er borg í Rogaland-fylki í Noregi. Íbúar sveitarfélagsins voru 114.401 árið 2005 en alls 180.000 innan hinna eiginlegu borgarmarka, en borgin nær einnig yfir Sola, Randaberg og Sandnes.

Nágrannasveitarfélög eru Randaberg og Rennesøy í norðri, Sandnes í suðri og Sola í vestri.

Náttúra

Smábátahöfnin í Stafangri, Vågen

Stafangur stendur á meginlandi Noregs en til borgarinnar heyra einnig eyjarnar í kring. Flatarmál sveitarfélagsins alls er 67,67 km² og er hæsti punkturinn Jåttånuten, 139 m yfir sjávarmáli.

Atvinnulíf

Um þessar mundir er Stafangur „olíuhöfuðborg“ Noregs, því olíufyrirtækið Statoil hefur höfuðstöðvar sínar þar í bæ. Þar er líka stórt olíusafn og öll umferð út á olíuborpallana í Norðursjó fer um Sola flugvöll fyrir utan Stafangur.

Vinabæir

Vinabæir Stafangurs eru eftirfarandi:

Þekkt fólk frá Stafangri

Tenglar

  Þessi landafræðigrein sem tengist Noregi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.