(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Þórir Bergsson - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Þórir Bergsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Þórir Bergsson (skáldanafn Þorsteins Jónssonar) (23. ágúst 1885 í Hvammi í Norðurárdal - 14. nóvember 1970) var íslenskur rithöfundur og einn af stofnendum og heiðursfélagi í Félagi íslenskra rithöfunda.

Þorsteinn Jónsson var sonur Jóns Magnússonar prests í Mælifelli í Skagafirði og Steinunnar G. Þorsteinsdóttur. Þórir var um skeið póstafgreiðslumaður og síðar fulltrúi og deildarstjóri í Landsbanka Íslands frá 19141943. Þá var hann einnig endurskoðandi Happdrættis Háskóla íslands fyrstu 26 starfsár þess. Hann var kvæntur Gróu Árnadóttur, dóttir Árna Þorsteinssonar prests á Kálfatjörn.

Helstu rit

  • Sögur, 1939,
  • Vegir og vegleysa, skáldsaga 1941,
  • Nýjar sögur, árið 1944,
  • Hinn gamli Adam, 1947,
  • Ljóðakver 1947,
  • Hvítsandar, skáldsaga 1949,
  • Á veraldar vegum, sögur, 1953,
  • Frá morgni til kvölda, 1953,
  • Sögur 1911—1956,
  • Ritsafn I—III, 1965

Tengill

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.