(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Blika - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Blika

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Blika
Rosabaugur af jörðu niðri
Rosabaugur af jörðu niðri
ÆttkvíslKlósigar og þokuský
Hæðyfir 6000 m
Gerð skýjaHáský (Í mikilli hæð)
ÚtlitHvít slæða
Úrkomanei, en getur aukið úrkomu annara skýja

Blika (latína: Cirrostratus) er ein gerð háskýja, þau myndast í 6–12 km hæð og eru þunn eða hálfgegnsæ, samfelld háskýjabreiða sem þekur oft stóran hluta himins. Blika boðar oft komu regnsvæðis, og koma þá gráblika og regnþykkni með úrkomu í kjölfar hennar.

Sól sést í gegnum bliku, og myndast þá stundum rosabaugur kringum hana er geislar hennar brotna í ískristöllunum.

Orðatiltækin; „mér líst ekki á blikuna“ og „það eru blikur á lofti“, vísa til þess að blikur eru fyrirboðar veðurbreytinga.

Heimild

  • „Spáð í skýin“. Sótt 7. júlí 2005.
  • Veður og umhverfi, bls. 32-33, Unnur Ólafsdóttir þýddi, Mál og menning / Edda útgáfa hf. Reykjavík.
  Þessi náttúruvísindagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.