Dunganon
Dunganon eða Karl Einarsson Dunganon (skírður Karl Kjerúlf Einarsson) (6. maí 1897 – 24. febrúar 1972) var listmálari, skáld og landshornaflakkari. Dunganon þóttist frá miðjum aldri vera hertoginn af St. Kildu. Fullur titill var: „Cormorant XII Imperator av Atlantis, Hertogi af Sankta Kilda“.
Karl Kjerúlf Einarsson fæddist á Vestdalseyri við Seyðisfirði Foreldrar hans voru Magnús Einarsson kaupmaður og kona hans Kristjana Guðmundsdóttir á Vestdalseyri. Hann fluttist ungur að árum með foreldrum sínum til Færeyja. Þar tók hann upp nafnið Dunganon. Auk þess gekk hann undir mörgum öðrum nöfnum, svo sem Carolus Africanus gandakallur og próf. Emarson. Liðlega tvítugur strauk hann frá verslunarnámi til Spánar. Þar hóf hann landshornaflakk sem stóð yfir mest alla ævi hans. Hann bjó þó lengst af í Friðriksborg í Danmörku. Dunganon dó í Kaupmannahöfn og arfleiddi Íslenska ríkið að öllum eigum sínum og listaverkum.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Karl Einarsson Dunganon“; grein í Morgunblaðinu 1972
- „Hann gerði draumaheiminn raunverulegan“; grein í Vísi 1976
- „Lífsreyndur og djúpvitur öldungur“; grein í Helgarpóstinum 1980
- „Jaðraði við að vera spekingur“; grein í Alþýðublaðinu 1992