1180
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1180 (MCLXXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Þorbjörg Bjarnadóttir, kona Páls prests Sölvasonar í Reykholti, veitti Hvamm-Sturlu áverka á kinn með hníf og kvaðst hafa ætlað að stinga úr honum augað.
- Þorlákur Þórhallsson biskup gaf út Föstuboð Þorláks helga, tilskipun um föstuhald í Skálholtsbiskupsdæmi.
- Guðmundur góði Arason varð skipbrotsmaður í Skjaldbjarnarvík á Ströndum.
Fædd
Dáin
- Styrkár Oddason, lögsögumaður (eða 1181).
- Arnór Kolbeinsson, skagfirskur höfðingi.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 2. mars - Agnes af Frakklandi giftist Alexíos 2. Komnenos, syni Býsanskeisara. Þau voru níu og ellefu ára.
- 28. apríl - Filippus Ágústus, ríkisarfi Frakklands, giftist Ísabellu af Hainaut.
- 27. maí - Herlið Sverris Sigurðssonar vann sigur á her Magnúsar Erlingssonar Noregskonungs á Íluvöllum nálægt Niðarósi.
- 18. september - Filippus 2. varð konungur Frakklands.
- 24. september - Alexíos 2. Komnenos varð keisari Býsans en móðir hans stýrði þó ríkinu.
- Eysteinn Erlendsson erkibiskup í Niðarósi flúði frá Noregi undan Sverri konungi og var í Englandi næstu þrjú árin.
- Antoku keisari tók við af Takakura keisara.
- Uppreisn var gerð í Danmörku gegn Valdimar mikla Knútssyni og Absalon biskupi og urðu þeir að flýja land.
- Friðrik Barbarossa setti Hinrik ljón af sem hertoga Saxlands.
Fædd
- Berenguela Kastilíudrottning, kona Alfons 9. (d. 1246)
- (líklega) Ingigerður Birgisdóttir, Svíadrottning, kona Sörkvis yngri.
Dáin
- Janúar - Innósentíus III, mótpáfi.
- 18. september - Loðvík 7. Frakkakonungur (f. 1120).
- 24. september - Manúel 1. Komnenos, keisari Býsans (f. um 1118).