(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Alþýðusamband Íslands - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Alþýðusamband Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá ASÍ)
Merki ASÍ

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) er heildarsamtök íslenskra stéttarfélaga, stofnað 12. mars 1916. Í dag eru meðlimir þess um það bil 108.000 u.þ.b. helmingur starfandi vinnuafls. Félagsmenn eru hvort tveggja starfandi á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera. Á heimasíðu ASÍ segir að „verkalýðshreyfingin hafi að verulegu leyti byggt upp það velferðarkerfi sem við njótum góðs af í dag, samstaðan og fjöldinn gerir henni kleift að hafa pólitísk áhrif og móta þjóðfélagið að þörfum fólksins. ASÍ gerir kröfu um úrbætur, völd og áhrif fyrir hönd félaga sinna, en úrslitavaldið þegar mest á reynir, til dæmis við gerð kjarasamninga eða verkfallsboðun, er ætíð í höndum fólksins í stéttarfélögunum.“[1]

Upp úr aldamótunum 1900, eftir því sem fleira fólk flutti á mölina og Reykjavík þandist út og stækkaði tóku menn eftir því að hyggilegt væri að stofna félög til þess að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á kom lægð í íslenskt efnahagslíf og þótti þá nauðsynlegt að tengja starfsemi nokkurra verkalýðsfélaga í einu heildarsambandi. Þann 12. mars 1916 var Alþýðusamband Íslands stofnað af sjö félögum á fundi í Báruhúsinu, þau félög voru;

Stofnmeðlimir voru um 1500 manns, um fjórðungur voru konur en þær höfðu aðeins ári fyrr hlotið kosningarétt, sem var þó takmarkaður. Samhliða stofnun ASÍ var Alþýðuflokkurinn, sem var stjórnmálaarmur þess, einnig stofnaður. Á stofnþinginu var Ottó N. Þorláksson kosinn forseti sambandsins, varaforseti varð Ólafur Friðriksson og Jón Baldvinsson ritari. Gegndu þeir þessum embættum þar til haldið var fyrsta reglulega þing ASÍ síðar sama ár. Þá tók Jón Baldvinsson við sem forseti og Jónas Jónsson frá Hriflu tók við embætti ritara.

Árið 1940 var Alþýðuflokkurinn aðskilinn frá ASÍ svo að verkalýðsfélagið gæti höfðað til allra vinnandi stétta óháð stjórnmálaskoðunum þess. Þó sneri ASÍ aftur á braut stjórnmálanna 1955 þegar ákveðið var á stjórnarfundi að stofna á ný stjórnmálaflokk, Alþýðubandalagið.

Listasafn ASÍ var stofnað 1961 í kjölfar þess að Ragnar í Smára, bókaútgefandi, gaf ASÍ listaverkasafn sitt.

Í kjölfar hlerunarmálsins svokallaða, sem komst upp haustið 2006, að tilteknir símar hefðu verið hleraðir af lögregluyfirvöldum á meðan á kalda stríðinu stóð, kom í ljós að sími skrifstofu ASÍ var hleraður að beiðni dómsmálaráðuneytisins í febrúar 1961.[2]

Aðildarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Aðildarfélög telja 64 talsins og er skipt niður í fimm landsambönd að sjö landsfélögum undanskildum.

Landsambönd Félög með beina aðild

Miðstjórn ASÍ sér um daglegan rekstur, hún er kosin ár hvert á ársfundi ASÍ til tveggja ára í henni sitja 13 fulltrúar auk forseta og varaforseta. Annað hvert ár er forseti kosinn sérstaklega og sex meðstjórnendur, en hitt árið varaforseti og sjö meðstjórnendur. Núverandi forseti ASÍ er Finnbjörn A. Hermannsson.[3]

Auk þess eru kosnir ellefu varamenn. Sex það árið sem forseti er kjörinn og fimm það árið sem varaforseti er kjörinn.

Seturétt á ársfundi eiga samtals 290 ársfundarfulltrúar og er þeim sætum skipt milli landsambanda og landsfélaga í hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra. Þó er hverju aðildarfélagi tryggður a.m.k. einn fulltrúi.

Forsetar ASÍ frá upphafi

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „asi - Um ASÍ“.
  2. „RÚV: Sími ASÍ var hleraður 1961“. 4. nóvember 2006.
  3. „Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ“. mbl.is. 28. apríl 2023. Sótt 13. nóvember 2023.