Andrómakka
Útlit
Andrómakka (forngríska: Ανδρομαχη) var í grískri goðafræði kona Hektors, dóttir Eetíons og systir Pódesar. Hún ólst upp í borginni Þebu í Kilikíu þar sem faðir hennar var við völd. Nafn hennar merkir „orrusta mans“, frá ανδρος (andros, „maður“ í eignarfalli) og
Í Trójustríðinu drap Akkilles Hektor. Neoptólemos, sonur Akkillesar, drap barnungan son Andrómökku og Hektors, Astýanax og tók sér Andrómökku sem rekkjunaut og Helenos, bróður Hektors, sem þræl. Andrómakka ól Neoptólemosi soninn Molossos.
Þegar Neóptólemos lést giftist Andrómakka Helenosi, bróður Hektors og varð drottning í Epíros.
Andrómakka í bókmenntum
[breyta | breyta frumkóða]- Hómer, Ilíonskviða VI.369–502, XXII.405-515
- Evripídes, Andrómakka
- Evripídes, Trójukonur
- Virgill, Eneasarkviða III.294–355
- Seneca, Trójukonur
Andrómakka er einnig aðalsöguhetjan í harmleiknum Andromaque eftir franska leikskáldið Jean Racine (1639–1699).