Björn Lind
Björn Lind (f. 22. mars 1978) er sænskur skíðagöngugarpur. Hans helsti kostur eru endasprettir og stjaktækni.
Björn Lind er þekktur fyrir að finna upp á nýjungum sem reynast vel í skíðagöngunni. Á Ólympíuleikunum 2002 í Salt Lake City varð hann fyrst þekktur þegar hann komst í A-úrslit í sprettgöngu og notaði þá svokallaða hjálptækni en það lýsir sér þannig að hann heldur í staf þess sem er á undan honum niður brekkuna ef sá sem er fyrir aftan rennur hraðar, þetta kemur í veg fyrir árekstur.
Á Ólympíuleikunum 2006 kom Björn Lind, sá og sigraði. Hann fékk gullverðlaun í liðasprettgöngu og sprettgöngu og notaði þar stjaktæknina sem lýsir sér þannig að hann hoppar fram með stafina og tekur styttri en jafnframt hraðari hreyfingar. Þessi tækni er nú notuð af öllum þekktustu skíðagöngumönnum heims eftir Björn Lind.