(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Brigitte Bierlein - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Brigitte Bierlein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brigitte Bierlein
Kanslari Austurríkis
Í embætti
3. júní 2019 – 7. janúar 2020
ForsetiAlexander Van der Bellen
ForveriSebastian Kurz
EftirmaðurSebastian Kurz
Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis
Í embætti
22. febrúar 2018 – 3. júní 2019
ForveriGerhart Holzinger
EftirmaðurChristoph Grabenwarter
Persónulegar upplýsingar
Fædd25. júní 1949
Vín, Austurríki
Látin3. júní 2024 (74 ára) Vín, Austurríki
ÞjóðerniAusturrísk
StjórnmálaflokkurÓflokksbundin
HáskóliVínarháskóli
StarfDómari

Brigitte Bierlein (25. júní 1949 – 3. júní 2024) var austurrískur dómari. Hún er fyrrum ríkissaksóknari við hæstarétt Austurríkis og var forseti stjórnlagadómstóls landsins frá 2018 til 2019.

Í lok maí árið 2019 skipaði Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis, Bierlein kanslara utanþingsstjórnar eftir að ríkisstjórn Sebastians Kurz sprakk í kjölfar hneykslismála. Áætlað var að hún yrði kanslari þar til nýjar kosningar voru haldnar í september.[1][2] Vegna langra stjórnarmyndunarviðræða gegndi hún embættinu fram í janúar 2020. Bierlein er fyrsta konan sem hefur orðið kanslari Austurríkis.[3]

Bierlein gekk í skóla í Vín og útskrifaðist úr gagnfræðiskóla árið 1967. Hún nam lögfræði við Vínarháskóla og útskrifaðist með doktorsgráðu árið 1971.[1]

Starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Brigitte Bierlein tók dómarapróf árið 1975 og varð hverfisdómari í miðhluta Vínarborgar og við glæpadómstól borgarinnar. Frá 1977 var hún fylkissaksóknari, síðan starfsmaður í dómsmálaráðuneytinu og loks starfsmaður hjá ríkissaksóknara Vínarborgar. Frá árinu 1990 til 2002 var hún starfsmaður hjá skrifstofu saksóknara við hæstarétt landsins.[1]

Árið 2003 var Bierlein útnefnd varaforseti stjórnlagadómstóls Austurríkis og árið 2018 varð hún forseti hans. Hún var fyrsta konan til að gegna báðum embættunum.[1]

Þann 30. maí árið 2019 tilkynnti Alexander Van der Bellen, forseti Austurríkis, að hann hefði valið Bierlein til að leiða utanþingsstjórn. Van der Bellen kallaði stjórn hennar „traustsríkisstjórn“ (þýska: Vertrauensregierung) sem ætti að sitja fram að kosningum í september. Tilkynningin kom í kjölfar þess að stjórn Sebastians Kurz féll fyrir vantrauststillögu á austurríska þinginu. Kurz hafði þá slitið stjórnarsamstarfi sínu við austurríska Frelsisflokkinn og kallað til nýrra kosninga vegna myndbands sem birt var af Heinz-Christian Strache, formanni Frelsisflokksins, að lofa ríkisverkefnum í skiptum fyrir fjárstyrki árið 2017.[1][4] Van der Bellen hafði fengið samþykki flokksforingjanna Norberts Hofer, Pamelu Rendi-Wagner og Sebastians Kurz fyrir útnefningunni á Bierlein.[5]

Bierlein gegndi kanslaraembættinu þar til stjórnarmyndunarviðræðum lauk þann 7. janúar 2020 og Kurz varð aftur kanslari.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 „Brigitte BIERLEIN - Der Österreichische Verfassungsgerichtshof“. www.vfgh.gv.at. Sótt 3. júní 2019.
  2. „Bierlein wird Übergangskanzlerin“ (þýska). ORF at/Agenturen. 30. maí 2019. Sótt 30. maí 2019.
  3. „Bierlein kanslari Austurríkis, fyrst kvenna“. RÚV. 31. maí 2019. Sótt 3. júní 2019.
  4. „Strache-Video - Österreich: Was das Strache-Video so brisant macht - Politik“ (þýska). Süddeutsche.de. Sótt 3. júní 2019.
  5. „Nach Sturz von Sebastian Kurz: Brigitte Bierlein wird Österreichs neue Bundeskanzlerin“ (þýska). Sótt 3. júní 2019.
  6. „Stjórn­ar­kreppa á enda í Aust­ur­ríki“. mbl.is. 2. janúar 2020. Sótt 7. janúar 2020.


Fyrirrennari:
Sebastian Kurz
Kanslari Austurríkis
(3. júní 20197. janúar 2020)
Eftirmaður:
Sebastian Kurz