Destiny's Child
Destiny's Child | |
---|---|
Upplýsingar | |
Önnur nöfn | Girl's Tyme |
Uppruni | Houston, Texas, Bandaríkin |
Ár | 1990–2006 |
Stefnur | |
Útgáfufyrirtæki | |
Fyrri meðlimir |
|
Vefsíða | destinyschild |
Destiny's Child var bandarísk stúlknahljómsveit sem samanstóð endanlega af Beyoncé Knowles, Kelly Rowland og Michelle Williams. Hljómsveitin var stofnuð árið 1990 í Houston, Texas í Bandaríkjunum undir nafninu Girl's Tyme.[1] Eftir nokkur ár af takmörkuðum árangri fékk upprunalegi hópurinn, sem samanstóð af Knowles, Roland, LaTavia Roberson og LeToya Luckett, útgáfusamning hjá Columbia Records árið 1997 undir nafninu Destiny's Child. Hljómsveitin varð þekkt í kjölfar útgáfu á laginu „No, No, No“ sem kom af fyrstu plötunni þeirra, Destiny's Child (1998). Önnur plata hljómsveitarinnar, The Writing's on the Wall (1999), naut mikilla vinsælda og varð mest selda plata þeirra. Af henni komu út smáskífurnar „Bills, Bills, Bills“ og „Say My Name“ sem komust í efsta sæti vinslædalista. Þrátt fyrir mikla velgengni var hljómsveitin þjökuð af innri átökum og lagalegum vandræðum, þar sem Roberson og Luckett reyndu að segja sig skilið frá umboðsmanni hópsins, Mathew Knowles, og vísuðu þær til þess að Knowles of Rowland væru í uppáhaldi hjá honum og fengu betri meðferð en þær.
Snemma árs 2000 var Roberson og Luckett skipt út fyrir Williams of Farrah Franklin. Franklin hætti þó eftir nokkra mánuði og varð hljómsveitin þess vegna þríeyki. Þriðja plata þeirra, Survivor (2001), sem almenningur túlkaði sem leið hópsins til að syngja um reynslu sína, gaf af sér lögin, „Independent Women, „Survivor“ og „Bootylicious“ sem urðu vinsæl um allan heim. Árið 2001 tilkynnti hljómsveitin um hlé fyrir meðlimi hennar að eltast við sólóferil.[2] Hljómsveitin sameinaðist á ný tveimur árum síðar fyrir útgáfuna á fimmtu og síðustu breiðskífunni þeirra, Destiny Fulfilled (2004). Af henni komu lögin „Lose My Breath“ og „Soldier“ sem nutu mikilla vinsælda á heimsvísu. Frá því að hljómsveitin hætti formlega árið 2006 hafa Knowles, Rowland og Williams komið fram saman sem Destiny's Child nokkrum sinnum, þar á meðal á hálfleikssýningunni á Super Bowl 2013 og á Coachella tónlistarhátíðinni 2018.
Destiny's Child hefur selt meira en 60 milljónir platna til og með 2013.[3] Billboard hefur útnefnt hljómsveitina sem eitt af bestu tónlistartríóum allra tíma, níunda farsælasta flytjanda fyrsta áratugar 21. aldar og sett hljómsveitina í 68. sæti á All-Time Hot 100 Artists listanum sínum árið 2008.[4][5][6] Í desember 2016 nefndi tímaritið hljómsveitina sem 90. farsælasta dansklúbbs-flytjanda allra tíma.[7] Hljómsveitin hefur hlotið 14 tilnefningar til Grammy-verðlauna og unnið tvö verðlaun fyrir Best R&B Performance by a Duo or Group with Vicals og ein verðlaun fyrir Best R&B Song.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]- Destiny's Child (1998)
- The Writing's on the Wall (1999)
- Survivor (2001)
- 8 Days of Christmas (2001)
- Destiny Fulfilled (2004)
Meðlimir
[breyta | breyta frumkóða]- Beyoncé Knowles (1997-2006)
- LeToya Luckett (1997-2000)
- LaTavia Roberson (1997-2000)
- Kelly Rowland (1997-2006)
- Farrah Franklin (2000)
- Michelle Williams (2000-2006)
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Destiny's Child hefur unnið þrjú Grammy-verðlaun af fjórtán tilnefningum. Hljómsveitin hefur einnig unnið BRIT verðlaun, Guinness heimsmet, tvö BET-verðlaun, tvö MTV Video Music-verðlaun og fimm American Music Awards.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrirmynd greinarinnar var „Destiny's Child“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. júní 2023.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Destiny's Child's Long Road To Fame (The Song Isn't Called 'Survivor' For Nothing)“. MTV. 13. júní 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2014. Sótt 4. júní 2014.
- ↑ „Destiny's Child To Take Hiatus“. Billboard. 6. desember 2001. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. júní 2017. Sótt 6. september 2020.
- ↑ Waxman, Olivia (11. janúar 2013). „Beyoncé and Destiny's Child to Release Original Track for First Time in Eight Years“. time.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2018. Sótt 11. júní 2013.
- ↑ „Billboard Greatest Trios of All Time“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2008. Sótt 13. maí 2008.
- ↑ „Best of the 2000s. Artists of the Decade“. Billboard. Prometheus Global Media. bls. 1. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. september 2010. Sótt 7. júlí 2012.
- ↑ „The Billboard Hot 100 All-Time Top Artists“. Billboard. Nielsen Business Media, Inc. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. september 2008. Sótt 17. nóvember 2008.
- ↑ „Greatest of All Time Top Dance Club Artists : Page 1“. Billboard. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júlí 2017. Sótt 21. apríl 2020.