(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Gamli kennaraskólinn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Gamli kennaraskólinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kennarahúsið að Laufásvegi 81, þar eru nú skrifstofur Kennarasambands Íslands

Gamli kennaraskólinn er hús að Laufásvegi 81, þar sem Kennaraskóli Íslands var til húsa frá 1908, þegar húsið var nýreist, eða ári eftir að skólinn var stofnaður með lögum. Húsið er friðað.

Séra Magnús Helgason var fyrsti skólastjóri Kennaraskólans og gegndi því starfi til 1929. Þá tók við Freysteinn Gunnarsson, sem gegndi starfinu í yfir 40 ár. Skólastjóraíbúð var á efri hæð hússins, í suðausturendanum, og þar bjuggu tveir fyrstu skólastjórarnir, ásamt fjölskyldum sínum. [1]

Eitt og annað

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Bókhneigð ungmenni;grein í Alþýðublaðinu 10. febrúar 1970
  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.