Gavin Newsom
Gavin Newsom | |
---|---|
Fylkisstjóri Kaliforníu | |
Núverandi | |
Tók við embætti 7. janúar 2019 | |
Vararíkisstjóri | Eleni Kounalakis |
Forveri | Jerry Brown |
Varafylkisstjóri Kaliforníu | |
Í embætti 10. janúar 2011 – 7. janúar 2019 | |
Ríkisstjóri | Jerry Brown |
Forveri | Abel Maldonado |
Eftirmaður | Eleni Kounalakis |
Borgarstjóri San Francisco | |
Í embætti 8. janúar 2004 – 10. janúar 2011 | |
Forveri | Willie Brown |
Eftirmaður | Ed Lee |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 10. október 1967 San Francisco, Kaliforníu, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarískur |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Kimberly Guilfoyle (g. 2001; sk. 2006) Jennifer Siebel (g. 2008) |
Börn | 4 |
Háskóli | Santa Clara-háskóli |
Undirskrift |
Gavin Newsom (f. 10. október 1967) er fylkisstjóri Kaliforníu og hefur setið í embætti síðan 2019. Hann var borgarstjóri San Francisco frá 2004 til 2011 og varafylkisstjóri Kaliforníu frá 2011 til 2019.
Borgarstjóri San Francisco (2004–2011)
[breyta | breyta frumkóða]Hjónabönd samkynhneigðra
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2004 vakti Newsom athygli þegar hann skipaði sýslumanni San Francisco að veita samkynhneigðum hjónabandsleyfi, sem braut í bága við fylkislög frá 2000.[1]
Varafylkisstjóri (2011–2019)
[breyta | breyta frumkóða]Fylkisstjóri (frá 2019)
[breyta | breyta frumkóða]Árið 2021 tókst andstæðingum Newsoms að safna nógu mörgum atkvæðum til þess að efnt yrði til kosninga um það hvort Newsom yrði vikið úr embætti fylkisstjóra. Í því samhengi var meðal annars vísað til óánægju með viðbrögð stjórnar Newsoms við Covid-19-faraldrinum. Newsom hafði sett strangar sóttvarnarreglur í Kaliforníu og hafði vakið talsverða óánægju þegar hann varð uppvís af því að brjóta sjálfur gegn reglunum með því að mæta í afmælisveislu hjá vini sínum.[2]
Kosningar um afturköllun Newsoms voru haldnar þann 14. september 2021 en í þeim kaus drjúgur meirihluti Kaliforníubúa að leyfa Newsom að klára kjörtímabil sitt frekar en að skipta um fylkisstjóra.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Lisa Leff (10. ágúst 2007). „Newsom set to endorse Clinton for president“. The San Francisco Chronicle. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2008. Sótt 7. mars 2008.
- ↑ „Ríkisstjóri Kaliforníu biðst afsökunar“. mbl.is. 22. nóvember 2020. Sótt 15. september 2021.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (15. september 2021). „Ríkisstjóri Kalíforníu heldur velli“. RÚV. Sótt 15. september 2021.