(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Georg Brandes - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Georg Brandes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Georg Brandes, undirbúningsskissa fyrir málverk eftir danska málarann P.S. Krøyer, 1900

Georg Morris Cohen Brandes (4. febrúar 1842 - 19. febrúar 1927) var danskur fræðimaður, sem hafði mikil áhrif á menningu í Evrópu, sér í lagi á Norðurlöndunum frá um 1870 og fram yfir aldamótin 1900. Í Danmörku er hann gjarnan kenndur við „stökkið í módernismann“ (d. det Moderne Gennembrud).[1] Brandes er til að mynda talinn hafa talsverð áhrif á norska rithöfundinn Henrik Ibsen. Ekki má gleyma áhrifum Brandesar á Verðandimenn, ekki síst þá Hannes Hafstein, Gest Pálsson og Einar Kvaran.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Det moderne gennembrud - Universitetsbiblioteket i Fiolstræde - Periodens teater og litteratur“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2009. Sótt 19. nóvember 2008.
  Þetta æviágrip sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.