Hannes Þór Halldórsson
Hannes Þór Halldórsson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Hannes Þór Halldórsson | |
Fæðingardagur | 27. apríl 1984 | |
Fæðingarstaður | Reykjavík, Ísland | |
Hæð | 1,94 m | |
Leikstaða | Markmaður | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2002-2004 | Leiknir | 3 (0) |
2005 | Afturelding | 18 (0) |
2006 | Stjarnan | 18 (0) |
2007-2010 | Fram | 84 (0) |
2011-2013 | KR | 63 (0) |
2012 | →Brann (lán) | 1 (0) |
2014-2015 | Sandnes Ulf | 45 (0) |
2015-2016 | NEC | 8 (0) |
2016 | →FK Bodø/Glimt (lán) | 14 (0) |
2016-2018 | Randers FC | 65 (0) |
2018-2019 | Qarabağ FK | 4 (0) |
2019-2021 | Valur | 58 (0) |
Landsliðsferill | ||
2011-2021 | Ísland | 77 (0) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Hannes Þór Halldórsson (27. apríl 1984) er fyrrum knattspyrnumarkvörður og kvikmyndargerðarmaður og leikstjóri. Hannes spilaði með A-landsliði Íslands frá 2011 til 2021 og var með liðinu á EM 2016 og HM 2018.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Ferill á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Hannes lét með yngri flokkum Leiknis og KR. Hann spilaði með meistaraflokki Aftureldingar í 2. deildinni 2005 svo gekk hann til liðs við Stjörnuna 2006 og spilaði þá í 1. deildinni. Síðar gekk hann í lið við Fram árið 2007 og var þar til ársins 2010.
Hannes gekk til liðs við KR hinn 28. október 2010. Hann var aðalmarkvörður félagsins í þrjú ár. Á þeim tíma varð hann Íslandsmeistari með KR árin 2011 og 2013, og bikarmeistari með félaginu árin 2012 og 2013 þegar KR vann tvöfalt síðara tímabilið.
Ferill erlendis
[breyta | breyta frumkóða]Hannes fór utan árið 2013 og spilaði með Sandnes ULF Í Noregi. Hann var í láni frá NEC Nijmegen í Hollandi til FK Bodø/Glimt, Noregi, fyrri hluta árs 2016 en í júlí gerði hann þriggja ára samning við danska félagið FC Randers [1] Eftir HM í Rússlandi hélt Hannes til aserska liðsins Qarabağ FK.
Endurkoma til Íslands
[breyta | breyta frumkóða]Eftir 6 ár erlendis ákvað Hannes að snúa aftur heim og gerði hann 4 ára samning við Val vorið 2019. [2]
Hannes yfirgaf Val í nóvember 2021. Hann lagði svo hanskana á hilluna í mars 2022.
Landsliðsferill
[breyta | breyta frumkóða]Hannes hóf að spila með landsliðinu árið 2011. Hann varði fleiri skot en nokkur annar markmaður í riðlakeppninni í Evrópumótinu í Frakklandi 2016 eða 18 skot.[3]. Hannes varði vítaspyrnu frá Lionel Messi á heimsmeistaramótinu í Rússlandi árið 2018 og var valinn maður leiksins.
Hannes varð leikjahæsti markmaður landsliðsins í mars 2021. [4]
Hann lagði hanskana á hilluna með landsliðinu 2021 og hafði hann þá spilað 77 landsleiki fyrir Ísland.
Kvikmyndagerð
[breyta | breyta frumkóða]Utan knattspyrnu hefur Hannes starfað við kvikmyndagerð og hefur meðal annars gert myndband við framlag Íslands í Eurovision 2012. Hann gerði einnig sjónarpsþáttaröðina Mannasiðir Gillz og fjölda auglýsinga.
Hannes samdi og leikstýrði myndinni Leynilögga (2021).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hannes til Randers Rúv, skoðað 15. júlí, 2016.
- ↑ Hannes genginn í raðir Vals Mbl.is, skoðað 9. apríl, 2019.
- ↑ Ótrúleg tölfræði um íslenska liðið á EM Rúv, skoðað 1. júlí, 2016.
- ↑ Hannes orðinn leikjahæsti markvörður Íslands frá upphafi Fótbolti.net, skoðað 26. mars 2021.