(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Hlutabréf - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Hlutabréf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlutabréf eru ávísun á ákveðinn eignarhlut í hlutafélagi. Mismunandi réttindi geta fylgt hlutabréfinu en algengast er að það veitir eiganda þess rétt til þess mæta á og taka þátt í kosningum á aðalfundi félagsins, taka við arði frá félaginu og selja hlutabréfið eða eignarhlutinn til þriðja aðila. Hlutabréf eru ein tegund verðbréfa.

Hlutabréf eru gefin út á ákveðnu nafnverði, oft ein króna á hvern hlut. Ef hlutabréfin eru skráð í opinberum kauphöllum er gjarnan talað um ,,skráð hlutabréf" en við skráningu verður til opinbert gengi á hlutum í félaginu og auðveldar það eigendum hlutabréfa að eiga viðskipti með bréfin. Nafnvirði allra útgefinna hlutabréfa í hlutafélagi er kallað hlutafé félagsins en hlutafé félagsins margfaldað með gengi í kauphöll er kallað markaðsvirði félagsins.

Margvíslegar takmarkanir á meðferð hluta í hlutafélagi geta verið í samþykktum félagsins, t.d. um forkaupsrétt annarra eigenda að hlutum.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.