(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Indíáninn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Indíáninn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Indus (stjörnumerki))
Indíáninn.

Indíáninn (latína: Indus) er stjörnumerki á suðurhimni sem flæmski stjörnufræðingurinn Petrus Plancius lýsti fyrst árið 1598 og teiknaði sem nakinn mann með þrjár örvar í annarri hendi og eina í hinni. Fimm stærstu stjörnur stjörnumerkisins mynda rétthyrndan þríhyrning sem hægt er að greina stærstan hluta ársins frá miðbaug og sunnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.