Irving Fisher
Irving Fisher (27. febrúar 1867 - 29. apríl 1947)[1] var bandarískur hagfræðingur, uppfinningamaður, stærðfræðingur og tölfræðingur. Fisher er talinn vera einn af áhrifamestu hagfræðingum sögunnar og lagði hann fram fjölda kenninga innan fræðisviðsins. Hann var leiðandi í hagrannsóknum og var hann einn af þeim fyrstu til þess að tileinka sér notkun vísitalna. Hann var frægur í lifanda lífi bæði vegna áhrifa kenninga hans og vegna dálæti hans að deila skoðunum sínum á opinberum vettvangi.[2]
Hans helstu verk eru Purchasing Power, Mathematical Investigations in the Theory of Value and Prices (1892), The Nature of Capital and Income (1906), The Making of Index Numbers (1922), The Theory of Interest (1930) og Booms and Depressions (1932).
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Irving Fisher fæddist 1867 í New York. Hann var alinn upp á kristnilegu heimili og vann faðir hans sem kennari. Fisher varð seinna trúleysingi þrátt fyrir kristilegt uppihald. Frá unga aldri varð lagður þrýstingur á Fisher að hann yrði mikilvægur maður. Með það í huga þróaði hann með sér hæfileika í stærðfræði en Fisher hafði þó einnig eldmóð fyrir uppfinningum.
Fisher gekk í grunnnám við háskólann Yale á eklektíska heimspekibraut til þess að læra heimspeki og rökfærslu. Hann útskrifaðist þar fremstur í sínum bekk árið 1888. Þremur árum seinna útskrifaðist hann með doktorsgráðu í hagfræði úr Yale fyrstur manna. Hann eyddi meginþorra ævi sinnar í námi og vinnu við Yale ásamt því að taka þátt í opinberum málefnum. Opinberar staðhæfingar hans eru sumar taldar hafa haft neikvæð áhrif á orðspor hans og er hann frægur fyrir það að staðhæfa að hlutabréfamarkaðurinn væri kominn í langtímajafnvægi, aðeins níu dögum fyrir heimskreppuna, árið 1929.[2]
Árið 1893 giftist Fisher henni Margaret Hazard og eignaðist með henni þrjú börn.[1]Fisher fékk mikinn áhuga á heilsu og hreinlæti eftir þriggja ára baráttu við berkla. Hann varð grænmetisæta, lagði áherslu á daglega hreyfingu og var hann einn af rithöfundum metsölubókarinnar How to Live: Rules for Healthful Living Based on Modern Science. Hann talaði opinberlega um skaðsemi tóbaks og áfengis sem hann líkti við ópíum.[3] Hann var einn af helstu stuðningsmönnum áfengisbannsins og aðhylltist hann arfbótastefnu. Fisher lést árið 1947 úr ólæknanlegu ristilkrabbameini 80 ára að aldri.
Hagfræðikenningar
[breyta | breyta frumkóða]Fisher lagði fram margar kenningar sem breyttu landslagi hagfræðinnar. Skrif Fisher eru talin skýr og lagði hann mikla áherslu á einfaldleika í skrifum sínum. Þar má nefna að hann beitti mikið af stærðfræðilegri rökfærslu í ritum sínum.
Vextir, fjármagn og fjárfesting
[breyta | breyta frumkóða]Nýklassísk kenning Fisher um fjármagn, fjárfestingu og vexti, sem var fyrst birt í The Nature of capital and Income (1906), breytti sýn hagfræðinga á tímavirði gæða og í ritinu er bent á að virði hefur vídd bæði í tíma og magni. Kenningin var svo leidd með ítarlegri hætti í ritinu The rate of rent (1907). Hann dró síðan saman rannsóknarstarf ævi sinnar um þá þætti sem ákvarða vexti í ritinu The theory of interest (1930). Í því riti kom fram heilsteypt kenning um ákvörðunartöku neyslu og sparnaðar yfir tíma (e. intertemporal choice). Kenningin taldist byltingarkennd og er hún enn kennd í dag. Fisher skilgreindi fjármagn sem allar þær eignir sem skapa tekjuflæði yfir tíma og sýndi hann fram á að verðmæti þess má byggja á núvirði hreinna tekna af þeirri eign. Því sýndi hann fram á það að virði fjármagnseigna er einungis háð núvirði tekna sem eignin mun mynda yfir líftíma sinn. Hann var einnig einn af þeim fyrstu til þess að beita hugtakinu mannauður (e. human capital) í skrifum sínum, árið 1897.[4] Bendir hann á að persónulegir eiginlegar geti talist til virðis. Eiginleikar eins og þekking starfsmanna, færni og menntun. Þessi skilgreining fór þó ekki í mikla notkun fyrr en hálfri öld seinna.[4]
Fisher stundaði hagrannsóknir af krafti og skapaði hann fjölda vísitalna. Einnig kynnti hann til sögunnar rannsóknaraðferð sem seinna var kölluð tímatafagreining (e. distributed lag). Fisher var virkur í skrifum og gaf hann út á árunum 1912 til 1935 í heildina 331 skrif til þess að rökstyðja getu bandaríkjadollarans að viðhalda stöðugum kaupmætti. Fisher taldi að dollarinn ætti ekki að vera metinn eftir ákveðinni þyngd gulls, heldur virði gulls, metið eftir vísitölu.
Nytjafræði
[breyta | breyta frumkóða]Fisher er af mörgum talinn vera einn af fyrstu hagfræðingum Bandaríkjanna til þess að skapa grunn fyrir nýklassíska hagfræði. Þar má nefna að í doktorsritgerð sinni fjallaði Fisher ítarlega um hámörkun nytjafalla og áhrif þeirra á neytendaval.
Peningahagfræði (Monetary economics)
[breyta | breyta frumkóða]Fisher hafði umtalsverð áhrif á peningamagnskenninguna. Hann leiddi út hina frægu viðskiptajöfnu (e. equation of exchange).
Þar sem M táknar peningamagn, V veltuhraða peninga í hagkerfinu, P verðlag og T millifærslur. Oftast er þó notast við þjóðarframleiðslu á raunvirði í staðin. Viðskiptajöfnuna nýtti hann til þess að skýra tengsl peningaprentunar, raunframleiðslu, veltuhraða peninga og verðbólgu. Einnig sýndi hann fram á tengsl vaxtastigs og væntrar verðbólgu ásamt því að skilgreina betur muninn á milli raunvaxta og nafnvaxta. Hann sýndi fram á það að raunvextir væru einungis háðir nafnvöxtum og væntri verðbólgu ásamt því að hægt væri að nálga raunvexti með eftirfarandi nálgunaraðferð.
Vaxtajafnan var seinna meir kölluð the Fisher equation, honum til heiðurs.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „OF YALE DIES AT 80; Famed, Economist Succumbs Here After 2-Month Illness uOn Faculty 45 Years“. timesmachine.nytimes.com (enska). Sótt 17. september 2021.
- ↑ 2,0 2,1 Pollin, Robert (1999-05). „Robert Heilbroner: Worldly Philosopher“. Challenge. 42 (3): 34–52. doi:10.1080/05775132.1999.11472098. ISSN 0577-5132.
- ↑ „DOES TOBACCO INJURE THE HUMAN BODY? (fgo81c00)“. web.archive.org. 18. apríl 2014. Afritað af uppruna á 18. apríl 2014. Sótt 17. september 2021.
- ↑ 4,0 4,1 Claudia Goldin. „Human Capital“ (PDF). Harvard.