Karen Blixen
Útlit
Barónsfrú Karen von Blixen-Finecke (17. apríl 1885 – 7. september 1962) (fædd Karen Christentze Dinesen) var danskur rithöfundur. Hún skrifaði margar bækur undir eiginnafni sínu, Karen Blixen, en einnig undir dulnefninu Isak Dinesen. Hún skrifaði bækur sínar hvortveggja á dönsku og ensku. Þekktust er hún fyrir bók sína Jörð í Afríku (Out of Africa) sem segir frá árum hennar í Kenía sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1952.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Heima hjá Karen Blixen; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1994
- Karen Blixen; grein í Vísi 1962
- Á búgarði Karen Blixen í Afríku; grein í DV 1991
- Barua a Soldani; smásaga; birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1968
- Heimsókn á heimili Karenar Blixen; grein í Morgunblaðinu 1992
- Snilldarverk um Kíkújúa; grein í Þjóðviljanum 1952