(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Langholt - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Langholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Langholt
Hnit: 63°34′N 18°9′V / 63.567°N 18.150°V / 63.567; -18.150
LandÍsland
SveitarfélagSkagafjörður (sveitarfélag)

Langholt er byggðarlag í Skagafirði vestan Héraðsvatna og jafnframt langt holt eða ás sem liggur frá Reykjarhóli við Varmahlíð og norður undir Reynistað. Suðurhluti Langholts tilheyrði áður Seyluhreppi en norðurhlutinn Staðarhreppi[1] en nú er hvorttveggja hluti af Sveitarfélaginu Skagafirði.[2] Þjóðvegurinn frá Varmahlíð til Sauðárkróks liggur um Langholtið.

Allmargir bæir eru á Langholti og standa þeir allir austan í holtinu, sem er gróðursælt og þéttbýlt. Sunnarlega á holtinu er Seyla (Stóra-Seyla), sem Seyluhreppur dró nafn af,[3] og skammt þar fyrir utan Ytra-Skörðugil, þar sem fræðaþulurinn Gísli Konráðsson bjó lengi.[4] Á miðju holtinu er kirkjustaðurinn Glaumbær, þar sem nú er Byggðasafn Skagfirðinga.[5] Langholtinu lýkur við Staðará (Sæmundará), sunnan við Reynistað.

  1. „Ísland í hnotskurn | Skagafjörður“. https://www.greaticeland.com/Page.aspx?ID=761. Sótt 13. maí 2024.
  2. „Skagafjörður verður eitt sveitarfélag - RÚV.is“. RÚV. 20. febrúar 2022. Sótt 13. maí 2024.
  3. „Seyluhreppur: Skjalasafn - HSk“. atom.skagafjordur.is. Sótt 13. maí 2024.
  4. „Gísli Konráðsson | BRAGI“. bragi.arnastofnun.is. Sótt 13. maí 2024.
  5. „Ábúendur í Glaumbæ“. Byggðasafn Skagfirðinga. Sótt 13. maí 2024.
  • Hjalti Pálsson (ritstj.): Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi. Staðarhreppur - Seyluhreppur. Sögufélag Skagfirðinga, 2001. ISBN 978-9979-861-10-2