Múkk
Útlit
Múkk eða múk er bólga og útbrot á hestfæti, einkum undir hófskegginu.
Múkk er bólga og útbrot sem kemur oft í kjúkubætur á hestum á því tímabili sem hárskipti fara fram (hárlos á vetrum). Þetta er ekki hættulegur sjúkdómur en getur orðið erfiður viðureignar og veldur oft helti. Múkk lýsir sér sem hrúður af útferð úr bólginni húðinni og svo myndast oft djúp sár. Ef hestur er með múkk skal sápuþvo sárið vel, leysa hrúðrið upp og þegar húðin er orðin þurr skal nudda vel inní hana múkkáburði eða öðrum súlfaáburði.