(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Notandaspjall:Landólfur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Notandaspjall:Landólfur

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vélræn þýðing

[breyta frumkóða]

Sæll, ég bið þig að nota ekki vélþýðingu, þá kemur svona bull:

,,Byggðalögin 14 í héraðinu eru:

  • Heilaga Mörtu
  • Línandi útsýni
  • Kókóið
  • Búrinn
  • Blóðlát
  • Vonir
  • Dádýr
  • Heilaga Eulalia
  • Þurrhöfn "

Berserkur (spjall) 3. apríl 2023 kl. 11:24 (UTC)[svara]

Takk fyrir ábendinguna. Þetta var fljótfærni, láðist að lesa þetta áður en ég lét þetta frá mér. Landólfur (spjall) 3. apríl 2023 kl. 11:29 (UTC)[svara]
Sæll aftur, athugaðu að ekki er talað um munn fljóts heldur mynni. Infoboxið er eitthvað skringilegt í Fiskafljót mikla (er það annars íslenskt heiti fljótsins?) og orðalag eins og líkamleg einkenni (fljóts). Svo er óþarfi að auglýsa hótel nema það sé eitthvað markvert við það.

--Berserkur (spjall) 10. apríl 2023 kl. 16:36 (UTC)[svara]

Sæll
Finn ekki hvar textinn um líkamleg einkenni er. Varðandi hótel þá er það bara beint upp úr enska textanum og ég tók ekki afstöðu til þess hvort það væri við hæfi en gerði ráð fyrir að það gilti það sama um enska og íslenska textann. Íslenskun á nafninu er ekki góð en mér fannst ekki heldur gott að nota enska heitið óbreytt. Ertu með tillögu að örnefni? Landólfur (spjall) 11. apríl 2023 kl. 17:21 (UTC)[svara]
Mikla Fiskafljót er aðeins skárra.--Berserkur (spjall) 11. apríl 2023 kl. 18:34 (UTC)[svara]
Takk, breyti því Landólfur (spjall) 11. apríl 2023 kl. 22:00 (UTC)[svara]

Þýðingar efst á síðum

[breyta frumkóða]

Sæl öll. Ég hef verið að þýða síður úr ensku og lendi þá iðulega í því að geta ekki sett inn eða þýtt almennar upplýsingar efst í ensku útgáfunni. Er eitthvað sem ég get gert til að breyta því? Landólfur (spjall) 12. apríl 2023 kl. 16:35 (UTC)[svara]

Veit ekki, en endilega ekki skilja eftir ensk heiti á t.d. spænskum stöðum. Enskir tenglar eru svo ekki vaninn í íslenskum Wikigreinum.--Berserkur (spjall) 17. apríl 2023 kl. 17:16 (UTC)[svara]
Ítreka skilaboð um enska tengla og slettur. Svo slæðast enn inn infobox sem virka ekki hér og vélþýðingar.--Berserkur (spjall) 18. apríl 2023 kl. 12:14 (UTC)[svara]
Passa mig framvegis Landólfur (spjall) 18. apríl 2023 kl. 12:49 (UTC)[svara]
Passar þig framvegis segirðu...? --Berserkur (spjall) 28. september 2023 kl. 13:09 (UTC)[svara]

Ensk snið ofl

[breyta frumkóða]

@Landólfur: Sæll, ég sé að þú hættir ekki að dæla inn enskum sniðum og copypaste upplýsingum á íslensku Wikipedia. Slíkt endar bara í einhverjum villum og óreiðu.

Mundu svo að offlokka ekki. Einstaka vatn í Argentínu tilheyrir ekki flokknum Suður-Ameríka t.d. Berserkur (spjall) 28. september 2023 kl. 13:07 (UTC)[svara]

Sæll Berserkur. Getur þú verið nákvæmari og nefnt dæmi? Landólfur (spjall) 28. september 2023 kl. 20:30 (UTC)[svara]
Skoðaðu breytinguna sem ég gerði á Argentínovatn, tók út yfir 5000 stafi. Kjarninn er að íslenska Wikipedia á að vera á íslensku.--Berserkur (spjall) 28. september 2023 kl. 21:12 (UTC)[svara]
Getur þú nefnt dæmi um það sem þú tókst út. Finnst textinn að mestu vera eins og ég skilaði honum. Landólfur (spjall) 29. september 2023 kl. 08:29 (UTC)[svara]
Hérna er tengill á samanburð fyrir og eftir breytingu Berserks, fyrir vinstra megin og eftir hægra megin: Special:Diff/1830305 Snævar (spjall) 11. október 2023 kl. 13:31 (UTC)[svara]
Þýðingar tólið sýnir villu ef snið (template) er ekki til, þannig að hann er að biðja þig um að sleppa hlutum úr greininni ef þær birtast, frekar en segja meh, setjum þetta inn samt. Snævar (spjall) 11. október 2023 kl. 14:32 (UTC)[svara]
Sæll
Getur þú sent mér upplýsingar um hvaða reglur eða viðmið gilda við heimildir og tilvísanir í þýðingum frá ensku yfir á íslensku? Landólfur (spjall) 11. október 2023 kl. 12:55 (UTC)[svara]
Handbókin -> Heimildir.
https://is.wikipedia.org/wiki/Hj%C3%A1lp:Handb%C3%B3k Berserkur (spjall) 11. október 2023 kl. 13:56 (UTC)[svara]
Sé ekkert í þessu í ætt við það sem þú hefur verið að gera athugasemdir við í mínum þýðingum. Landólfur (spjall) 18. október 2023 kl. 12:45 (UTC)[svara]

Þýðingar vistast ekki

[breyta frumkóða]

Efst á síðum hjá mér sem ég er að þýða stendur: Unable to fetch draft information

Get ég gert eitthvað til að laga það eða getur einhver gert það fyrir mig? Landólfur (spjall) 26. október 2023 kl. 16:40 (UTC)[svara]

Sú villa getur þú tilkynnt á phab:. Wikipedia aðgangurinn þinn virkar þar. Þú bara smellir á "login" efst á síðunni, síðan "mediawiki" til að innskrá þig. Þegar þú ert skráður inn smellir þú á bookmark takka efst á síðunni og tilkynnir villuna á ensku. Undir 'tags' skrifaðu "ContentTranslation" svo það skili sér til réttra aðila. Snævar (spjall) 26. október 2023 kl. 16:52 (UTC)[svara]
Takk fyrir þetta.
Reyndi þetta en virðist ekki virka því vandamálið er enn óleyst.
Fann heldur ekki bookmark takka sem þú nefnir í skeytinu. Getur hann heitið eitthvða annað? Landólfur (spjall) 29. október 2023 kl. 12:51 (UTC)[svara]