(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Notandaspjall:Snaebjorn - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Notandaspjall:Snaebjorn

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Velkomin/n!

Hæ, Snaebjorn, og velkomin/n á Wikipedia. Þakka þér fyrir framlög þín. Hér eru nokkrir tenglar sem gætu komið að góðum notum:

  • Handbókin er ómissandi þegar þú ert að skrifa eða breyta greinum. Svindlsíðan er einnig nauðsynleg fyrir alla nýliða.
  • Sandkassinn er rétti staðurinn til að prufa sig áfram til að sjá hvernig greinar virka.
  • Í Pottinum geturðu tekið þátt í umræðum og spurt almennra spurninga.
  • Samfélagsgáttin hefur svo tengla á ýmislegt sniðugt og fróðlegt um aðra notendur Wikipediu og margt fleira, ekki gleyma að skoða máttarstólpana.
  • Jafnframt geturðu ritað um sjálfa/n þig á notandasíðu þinni. Um okkur hin er hægt að lesa hér.
  • Gangi þér í alla staði vel og spurningum er jafnvel hægt að beina til mín.

English: If you do not understand or you cannot write in Icelandic, and you want to tell us something, please, visit the Embassy.
Deutsch: Wenn Sie Isländisch nicht verstehen oder nicht schreiben können und Sie bei uns mitreden möchten, dann besuchen Sie bitte die Botschaft.
Español: Si no comprende o no sabe escribir en islandés y desea comunicarse con nosotros, por favor, acuda a la Embajada.
Norsk: Hvis du ikke skjønner eller skriver islandsk, og har noe å si, kan du besøke Embasaden.

Jóna Þórunn 26. mars 2008 kl. 15:23 (UTC)[svara]

Sæll. Frábær grein um Tjörneslögin! Ég held ég eigi mynd af þeim, viltu að ég skelli henni í greinina eða hyggstu redda mynd sjálfur? — Jóna Þórunn 5. apríl 2008 kl. 14:48 (UTC)[svara]

Takk kærlega fyrir það! Endilega settu myndir inn í greinina ef þú átt, hún er hálftómleg svona. Ég á engar myndir sem stendur sjálfur en fer norður á Tjörnes seinni hluta maí og ætla þá að reyna að taka e-r myndir, sem ég get þá bætt inn seinna. -- Snaebjorn 5. apríl 2008 kl. 14:58 (UTC)[svara]
Ok, frábært. :) — Jóna Þórunn 5. apríl 2008 kl. 14:59 (UTC)[svara]
Virkilega flott mynd af lögunum! -- Snaebjorn 5. apríl 2008 kl. 15:34 (UTC)[svara]
Hún er ágæt í bili. Geturðu notað myndina af grænlenska steininum líka? — Jóna Þórunn 5. apríl 2008 kl. 15:37 (UTC)[svara]
Hvar nákvæmlega er þessi steinn? Er hann nokkuð í Breiðuvík? Ég hef aldrei skoðað þetta svæði almennilega svo ég þekki ekki steininn en fyrst að hann er frá Grænlandi finnst mér að hann ætti heima í greininni sem merki um borgarís þaðan. -- Snaebjorn 5. apríl 2008 kl. 16:29 (UTC)[svara]
Þessi steinn er í fjörunni milli Ytri-Tungu og Hallbjarnarstaða. Ég man ekki hvort hann heiti endilega Grænlenski steinninn (ég gæti verið að rugla við þann sem er í Ávík á Ströndum) en ég las þetta ábyggilega í Íslandshandbókinni eða Landið þitt Ísland. — Jóna Þórunn 5. apríl 2008 kl. 16:33 (UTC)[svara]
Já, ég fann þetta í Landinu þínu. Þar segir að þessi steinn sé talinn kominn með hafís frá Grænlandi svo hann tengist þá ekki Tjörneslögunum beint, þ.e.a.s. hefur borist löngu eftir myndun þeirra. Það væri þá kannski viðeigandi að setja myndina af honum frekar í Tjörnes, sem er nú samt ekki nema bara stubbur enn þá? – Snaebjorn 5. apríl 2008 kl. 19:12 (UTC)[svara]
Mér finnst hann ekki passa í greinina um Tjörnes í bili, hún fjallar ekkert um jarðfræðina. Spurning hvort þú gætir fléttað eins og eina til tvær málsgreinar um jarðfræðina í greinina; þá væri hægt að nefna steininn í leiðinni?!? — Jóna Þórunn 5. apríl 2008 kl. 19:18 (UTC)[svara]
Ég bætti bara aðeins við Tjörnesgreinina og setti myndina þína inn. Reyndar minntist ég ekki á steininn í jarðfræðihlutanum en mér fannst þetta koma betur út svona. –Snaebjorn 5. apríl 2008 kl. 22:07 (UTC)[svara]
Jább, þetta er flott. :) — Jóna Þórunn 5. apríl 2008 kl. 22:08 (UTC)[svara]

Vel af sér vikið. Greinin þarf kannski yfirlesningu sem ég myndi taka að mér ef ég væri ekki heldur önnum kafinn. Ég vildi bara mæla með því að þú lætir smá úrdrátt og tengingu á Landafræði Íslands líkt og gert er með Landafræði Íslands og Efnahag Íslands á greininni um Ísland (sjá aðalgrein....). Kveðja --Jabbi 13. maí 2008 kl. 14:41 (UTC)[svara]