Pinus maximartinezii
Pinus maximartinezii | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus maximartinezii Rzedowski | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Pinus maximartinezii
|
Pinus maximartinezii, er fura einlend í mið Mexíkó. Útbreiðslan er mjög takmörkuð, á litlu svæði í suður Sierra Madre Occidental í suðurhluta Zacatecas. Hún kemur fyrir íI 1800–2400 m hæð í hlýju, þurru og tempruðu loftslagi.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Pinus culminicola er lítill til meðalstórt tré, frá 5 til 15 m hátt, með að 50 sm stofnþvermál. Börkurinn er brúnn, þykkur og sprunginn neðst á stofni. Barrnálarnar eru fimm saman í búnti, grannar, 7 til 13 sm langar, grænar til blágrágrænar, með loftaugun á hvítri rönd á innra yfirborði nálanna. Könglarnir eru hnattlaga, 16 til 27 sm langir og 8 til 14 sm breiðir lokaðir, að 2 kg þungir, grænir í fyrstu, og og verða gulbrúnir við þroska eftir 26 til 28 mánuði, með margar mjög þykkar köngulskeljar, yfirleitt eru 30 til 60 frjóar (með fræ). Þegar könglarnir opnast við þroska verða þeir 10 til 15 sm breiðir, og haldast fræin á þeim eftir opnun. Fræin eru 20 til 30 mm löng, með þykkri skel, og vængstubb um 1-2 mm langan. Smáplönturnar eru með 18–24 fræblöð, flest fræblöð sem er þekkt á nokkurri plöntu.
Vegna einangraðs vaxtarstaðar fannst ´hún ekki fyrr en 1964, þegar mexíkanskur grasafræðingur Jerzy Rzedowski, tók eftir óvenjulega stórum furuhnetum til sölu á mörkuðum á svæðinu, og rannsakaði svæðið til að finna uppsprettuna. Hún er frábrugðin öllum furum í undirdeildinni með gríðarlega stórum könglunum og fræjum. Eins og hjá öðrum í undirdeildinni eru fræin æt; og er það nokkur ógn við útbreiðslu tegundarinnar þar sem mestum hluta fræjanna safnað.
Nýlega hefur verið hafin ræktun á tegundinni í görðum þar sem hún er mjög hentug. Ríkisstjórn Mexíkó hefur lýst tegnundina í útrýmingarhættu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Farjon, A. (2013). „Pinus maximartinezii“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T30975A2799675. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T30975A2799675.en. Sótt 15. janúar 2018.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Gymnosperm Database: Pinus maximartinezii
- Farjon, A. & Styles, B. T. (1997). Pinus (Pinaceae). Flora Neotropica Monograph 75: 221–224.
- Conifers Around the World: Pinus maximartinezii – Martínez Pinyon Pine.
- "Pinus maximartinezii". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.