(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Rýrt úran - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Rýrt úran

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skotfæri með auðguðu úrani (gegn skriðdrekum) e. DU penetrator[1] (30 mm caliber (hlaupvídd)

Rýrt úran (einnig nefnt skert úran eða sneytt úran, e. depleted uranium, skammstafað DU) kallast úran sem hefur minna hlutfall af samsætunni 235U en náttúrulegt úran. Minna geislavirka 238U (sem getur ekki sprungið með kjarnaklofnun) er því það sem eftir stendur.

Rýrt úran er markvert fyrir mjög háan þéttleika í málmformi 91.1 gramm á rúmsentimetra, er 68.4% þéttara en blý. Það er notað t.d. í tengslum við geislalækningar (sem vörn, er ekki sent inn í líkamann) og í kjöl á siglingakeppnisbát en þekktustu not eru ekki í friðsælum tilgangi, heldur fyrir hernað fyrir skot fyrir hert skotmörk, aðallega skriðdreka (því fátt annað kemst í gegnum brynjur þeirra, þ.e. ekki notað vegna, heldur þrátt fyrir geislavirkni, ólíkt með vopn gerð með auðgaða úraninu), en líka í brynjurnar sjálfar þá líka vegna þéttleikans (sem var upphaflegi (hernaðarlegi) tilgangurinn).

Notkun á rýrðu úrani í skotfæri er umdeild, vegna hugsanlegra áhrifa á langtímaheilsu (heilsuskaði er þó umdeildur, og (sumar) rannsóknir styðja ekki við krabbameinsáhættu). Venjuleg starfsemi hjarta, heila, lifrar og annarra kerfa er mögulega breytt ef komast í snertingu við úrna, sem er eitraður málmur. Rýrt úran er aðeins lítillega geislavirkt og líffræðilegur helmingunartími (meðaltími sem tekur mannslíkamann að losna við helming af efni) fyrir úran er um 15 dagar. Vopn (og brynjur) með rýrðu úrani geta, við sprengingu, mögulega mengað stórt svæði í nágrenni þegar rykduft fer út um allt og þar með möguleiki á að fólk andi þvi að sér.[2]

Skilgreining

[breyta | breyta frumkóða]

Úran sem finnst í náttúrunni inniheldur um 99,27 prósent af úran-238, 0,72% af úran-235 og 0,0055% af úran-234, en úran telst rýrt þegar samsætan úran-235 hefur verið skilin frá úraninu-238 til að búa til auðgað úran. Í kjarnorkuiðnaði er blöndu samsætanna úran-238, úran-235 og úran-234 breytt og búið til auðgað úran sem er auðugra af úran-235 því þannig blanda hentar betur fyrir flesta kjarnorkuofna og kjarnorkuvopn. Sú blanda sem eftir verður er þá rýrt eða skert úran.

Rýrt úran er eiginlega alveg eins og það náttúrulega nema 40% minna geislavirkt

Mest af rýrðu úrani er framleitt (en náttúrulegt er líka til), þ.e. er úrgangsefni sem verður til við að auðga úran til eldsneytis í kjarnakljúfa eða til framleiðslu kjarnorkuvopna (þ.e. vopn gerð fyrir sprengikraftinn sjálfann, vopn með rýrðu úrani teljast ekki vera kjarnorkuvopn).

Notkun skerts úrans í hernaði

[breyta | breyta frumkóða]

Á síðustu árum hafa vaknað grunsemdir um að geislavirkt efni úr sprengjum og byssukúlum úr skertu úrani hafi valdið dauða, veikindum og fósturskaða á stríðssvæðum.

Að minnsta kosti 40 ítalskir hermenn létust og milli 500–600 veiktust eftir að komast í snertingu við geislavirkt efni úr sprengjum í Bosníu og Kosovo en bandaríkjamenn vörpuðu sprengjum með skertu úrani á Bosníu árið 1995 og Kosovo 1999 og unnu ítölsku hermennirnir við að hreinsa upp eftir þessar sprengjur.[3]

Rannsóknir varðandi hverfandi heilsuáhrif vopna með rýrðu úrani

[breyta | breyta frumkóða]

Úran í kjarnorkuvopnum (þ.e. auðgað úran) er auðvitað stórhættulegt, en hér er aðeins átt við rannsóknir um rýrt úran (og ekki til umræðu hættu við sjálfa höggbylgjuna af sprengingu), þ.e. óbein seinni áhrif).

Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) dróg í efa hættu á alla vega krabbameini út af rýrðu úrani í skýrslu 2003, "based on credible scientific evidence, there is no proven link between DU exposure and increases in human cancers or other significant health or environmental impacts," en "Like other heavy metals, DU is potentially poisonous. In sufficient amounts, if DU is ingested or inhaled it can be harmful because of its chemical toxicity. High concentration could cause kidney damage."[4] Þó svo rýrt úran er mögulega krabbameinsvaldandi (þekktur áhættuflokkur, þegar óvíst) var niðurstaða stofnunarinnar að það væru eingin sönnunargögn um krabbamein í mönnum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Figure 1. DU penetrator from the A-10 30mm round“. 12. apríl 2007. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2007. Sótt 4. september 2013.
  2. Mitsakou, C.; Eleftheriadis, K.; Housiadas, C.; Lazaridis, M. (2003). „Modeling of the dispersion of depleted uranium aerosol“. Health Physics. 84 (4): 538–544. doi:10.1097/00004032-200304000-00014. PMID 12705453. S2CID 3244650.
  3. Fréttir Rúv 20. janúar 2007
  4. „IAEA Depleted Uranium Factsheet“. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. mars 2010.