(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Rocky IV - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Rocky IV

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rocky IV
LeikstjóriSylvester Stallone
HandritshöfundurSylvester Stallone
FramleiðandiIrwin Winkler, Robert Chartoff
LeikararSylvester StalloneSylvester Stallone, Talia Shire, Burt Young, Carl Weathers, Birgitte Nielsen, Dolph Lundgren.
KvikmyndagerðBill Butler
KlippingDon Zimmerman, John W. Wheeler
TónlistVince DiCola
FyrirtækiMetro-Goldwyn-Mayer, Chartoff-Winkler
Frumsýning21. nóvemer, 1985. (Los Angeles).
Lengd90 mínútur.
LandBandaríkin
TungumálEnska og Rússneska
Aldurstakmark13 ára
Ráðstöfunarfé$28 milljónir
Heildartekjur$300.4 milljónir

Rocky IV er kvikmynd sem var frumsýnd þann 21. nóvember 1985. Sylvester Stallone skrifaði handritið, leikstýrði og lék aðalhlutverkið. Auk hans lék Talia Shire, Adrian Balboa konu Rockys, Burt Young lék Paulie Pennino, mág hans og Dolph Lundgren lék Ivan Drago, höfuðandstæðing Rockys.[1]

Sylvester Stallone handritshöfundur, leikstjóri og aðalleikari Rocky IV

Rocky IV er ein vinsælasta mynd allra tíma. Myndin þykir vera erkitýpan af kaldastríðsmynd. Stallone lét Rocky sem er bandarískur alþýðumaður, vera hjartahreinan og með ríka réttlætiskennd á meðan Rússar eru svikulir og falskir. Ivan Drago hafði áður drepið Apollo Creed, besta vin Rockys í hringnum og ákveður hann að hefna fyrir vin sinn með því að berjast í Moskvu.

Í einu atriði myndarinnar eru sýndar mismunandi aðstæður Ivans og Rockys þegar þeir undirbúa sig fyrir bardagann. Rocky æfir sig úti í snjónum, hann notar það sem hann finnur í náttúrunni til að styrkja sig. Hann dregur trjádrumba og losar snjósleða en notar lítinn hefðbundinn lyftingabúnað. Á meðan er sýnt hvernig Drago notar vísindin til að ná árangri. Hann notar stera, æfingasvæðið er fullt af vísindamönnum sem nota nýjustu tækni til að mæla framgang hans og hvernig hægt er að gera hann enn sterkari. Með þessu myndmáli er verið að sýna hver er sterki aðilinn og hver er veiki aðilinn bæði í bardaganum og í kalda stríðinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Rocky IV“. IMBD.COM. Sótt Apríl 2021.