Roubaix
50°41′24″N 3°10′54″A / 50.69000°N 3.18167°A
Roubaix | |
---|---|
Land | Frakkland |
Íbúafjöldi | 95.866 (1. janúar 2013) |
Flatarmál | 13,23 km² |
Póstnúmer | 59100 |
Vefsíða sveitarfélagsins | http://www.ville-roubaix.fr/ |
Roubaix (franska Roubaix eða hollenska Robaais) er gömul iðnaðarborg í fylkinu Nord í Norður-Frakklandi, í Flandur-héraðinu nálægt landamærunum Belgíu. Fólksfjöldi árið 2013 var 95.866 og heildarflatarmálið borgarinnar er 13,23 km². Íbúar borgarinnar eru kallaðir Roubaisiens á frönsku og stundum Roubégnos á pikardsku. Ásamt borgum Lille, Tourcoing, Villeneuve-d'Ascq og 86. öðrum bæjum, Roubaix er hluti af höfuðborgarsvæðinu Métropole Européenne de Lille þar sem meira en 1,1 milljónir búa.
Við komu textílframleiðslu á tímum iðnbyltingarinnar breytist Roubaix mikið, hún varð þéttbyggð iðnaðarborg með stórri verkalýðsstétt á 19. öldinni. Staðsetning borgarinnar gerði henni kleift að þróast og stækka. Borgin varð miðstöð vefnaðariðnaðarins og var stór ullarframleiðandi. Vefnaðariðnaðinum hnignaði frá miðri 20. öldinni. Núna það eru mörg erfið verkefni og félagsleg vandamál í Roubaix eins og fátækt og kreppa.
Borgin er líka akademísk og menningarleg miðstöð, þar á meðal fjöldi leikhúsa, minjasafna og annarra menningarstofnana. Borgin er nú best þekktur sem enda áfangastað í París-Roubaix hjólreiðarkeppninni.
Vinabæir
[breyta | breyta frumkóða]Roubaix viðheldur vinabæjatengslum við eftirfarandi borgir:
- Bradford í Bretlandi, síðan 1969
- Mönchengladbach í Þýskalandi, síðan 1969
- Verviers í Belgíu, síðan 1969
- Skopje í Norður-Makedóníu, síðan 1973
- Prato í Ítalíu, síðan 1970
- Sosnowiec í Póllandi, síðan 1993
- Covilhã í Portúgali, síðan 2000
- Bouïra í Alsíri, síðan 2003