Sænska úrvalsdeildin
Útlit
Stofnuð | 13. janúar 1924 |
---|---|
Land | Svíþjóð |
Álfusamband | UEFA |
Fjöldi liða | 16 |
Stig á píramída | 1 |
Fall í | Superettan |
Staðbundnir bikarar | Svenska Cupen |
Alþjóðlegir bikarar | UEFA Champions League UEFA Europa Conference League |
Núverandi meistarar | Malmö FF (23. titill) (2023) |
Sigursælasta lið | Malmö FF (23 titlar) |
Leikjahæstu menn | Sven Andersson (431) |
Markahæstu menn | Sven Jonasson (254 mörk) |
Sýningarréttur | |
Vefsíða | Allsvenskan.se |
Núverandi: 2024 Allsvenskan |
Sænska úrvalsdeildin eða Allsvenskan er efsta deildin í knattspyrnu karla í Svíþjóð. Deildin var stofnuð árið 1924 og fyrir þann tíma var hún kölluð Svenska serien. Árið 2008 var liðum í deildinni fjölgað úr 14 í 16.
Keppnin
[breyta | breyta frumkóða]16 lið keppa í deildinni. Tímabilið byrjar í mars og endar í október. Hvert lið spilar við hvort annað tvisvar, einu sinni með heimaleik og einu sinni með útileik, í 30 leikjum alls. Tvö neðstu lið deildarinnar falla í Superettan og tvö efstu lið úr Superettan koma í þeirra stað. Þriðja neðsta liðið í sænsku úrvalsdeildinni spilar umspilsleik gegn þriðja efsta liði í Superettan.
Heimavellir hjá félögum í Allsvenskan
[breyta | breyta frumkóða]Félag | Staðsetning | Leikvangur | Stærð |
---|---|---|---|
AIK | Stokkhólmur | Friends Arena | 54.000 |
BK Häcken | Gautaborg | Rambergsvallen | 7.000 |
Djurgårdens IF | Stokkhólmur | Stockholms Stadion og Tele2 Arena | 14.417 og 30.000 |
Gefle IF | Gävle | Strömvallen | 7.200 |
Halmstads BK | Halmstad | Örjans Vall | 15.500 |
Helsingborgs IF | Helsingborg | Olympia | 16.500 |
IF Brommapojkarna | Stokkhólmur | Grimsta IP | 8.000 |
IF Elfsborg | Borås | Borås Arena | 16.899 |
IFK Göteborg | Gautaborg | Gamla Ullevi | 18.900 |
IFK Norrköping | Norrköping | Idrottsparken | 17.234 |
Kalmar FF | Kalmar | Guldfågeln Arena | 12.182 |
Malmö FF | Malmö | Swedbank Stadion | 24.000 |
Mjällby AIF | Mjällby | Strandvallen | 7.500 |
Syrianska FC | Södertälje | Södertälje Fotbollsarena | 6.400 |
Åtvidabergs FF | Åtvidaberg | Kopparvallen | 8.000 |
Östers IF | Växjö | Myresjöhus Arena | 12.000 |
Meistarar í gegnum tíðina
[breyta | breyta frumkóða]Tímabil, þar sem deildarmeistarar urðu ekki sænskir meistarar | |
Tímabil, þar sem enginn vann deildina |
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sænska úrvalsdeildin.