(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Spjall:Aðflutningur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Spjall:Aðflutningur

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rétt þýðing

[breyta frumkóða]

Að þýða enska hugtakið immigration olli mér smá vandamáli.

  1. Orðabókin segir "NAFNORÐ innflutningur k. (fólks)".
  2. Útlendingastofnun er þýðing á Directorate of Immigration.
  3. Í íslenskri orðræðu er oftast notast við innflytjandi eða nýbúi en sjaldnast hugtakið "að innflytjast" eða þannig.
  4. Fólksflutningar vísa t.d. til Vesturfarannar f. öld síðan og svo fjöldaflutninga s.s. vegna náttúrhamfara o.þ.h.

Ég hringdi til Útlendingastofnunnar og spjallaði við konu þar og ákvað að nota Innflutningur fólks jafnvel þó manni komi til hugar einhver heildsali sem standi fyrir því ;) --Jabbi 10:27, 17 ágúst 2007 (UTC)

Búferlaflutningar eða fólksflutningar? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12:11, 17 ágúst 2007 (UTC)
Mér finnst að þessi grein gæti alveg eins heitið Innflytjandi... Fólksflutningar á held ég frekar við um en:Human migration (sbr. Fólksflutningatímabilið, Fólksflutningarnir miklu o.s.frv.) --Akigka 12:36, 17 ágúst 2007 (UTC)
Sammála. Nema, er þá ekki rétt að nota eðlisfræðingur frekar en eðlisfræði, eða bílaviðgerðarmaður frekar en bílaviðgerðir, eða ofbeldismaður frekar en ofbeldi. Verið er að fjalla um hugtakið ekki geranda. --Jabbi 12:40, 17 ágúst 2007 (UTC)
Það er rétt, en þegar ekki er til hugtak fyrir athöfnina heldur bara gerandann þá verður að nota það. Það getur jú hæglega komið fyrir þótt kannski sé algengara á hinn veginn - að athöfnin sé til en ekki gerandinn. --Akigka 13:37, 17 ágúst 2007 (UTC)
Vera má að þetta sé rétt hjá þér. Þegar gúglað er eftir orðasambandinu "innflutningur fólks" koma ekki upp nema 189 niðurstöður. Orðið virðist hafa neikvæða tengingu sbr. „innflutt erlent vinnuafl” en engu að síður má færa rök fyrir að „innflutningur fólks” sé hlutlaus og góð þýðing. E. human migration er réttari þýðing á fólksflutningar, sammála því. Enska hugtakið en:emigration og en:immigration = inn- og útflutningar (fólks) á meðan en:imports og en:exports snúa að vörum innflutningur (varnings). --Jabbi 14:06, 17 ágúst 2007 (UTC)
Aðflutningur og brottflutningur - eins og hjá hagstofunni: aðfluttir og brottfluttir ... :) --Akigka 14:16, 17 ágúst 2007 (UTC)
Okei, það er ágætt held ég. Eigum við þá að vísa á aðflutningur ? --Jabbi 14:27, 17 ágúst 2007 (UTC)
Mér líst best á þá tillögu :) --Cessator 18:28, 17 ágúst 2007 (UTC)