(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Unadalur - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Unadalur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð inn eftir Unadal hjá Hofi.

Unadalur er dalur við austanverðan Skagafjörð og liggur til austurs upp frá Hofsósi,[1] norðan við Deildardal. Hann er fremur breiður og þar er töluvert undirlendi og nokkrir bæir. Áin sem rennur um dalinn heitir Unadalsá ofan til en Hofsá neðar.[2] Mjög snjóþungt er oft í dalnum á veturna. Fyrir botni Unadals er Unadalsjökull, einn af fjölmörgum daljöklum Tröllaskagans.[3] Um hann liggur forn fjallvegur til Svarfaðardals.

Í Landnámu er ekkert sagt um hver nam norðurhluta Deildardals og suðurhluta Unadals en hins vegar er þar talað um Una í Unadal og getur verið að hann hafi verið landnámsmaður þar en fallið niður í frásögn Landnámuhöfundar.[1]

  1. 1,0 1,1 „Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 35. hefti (01.01.2009) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 15. september 2024.
  2. „Sveitarstjórnarmál - 2. tölublað (01.04.1987) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 15. september 2024.
  3. „Unadalsjokull Glacier: Size, Ice Caves, Cap and Volcanoes - Iceland.org“. www.iceland.org (bandarísk enska). 4. ágúst 2022. Sótt 15. september 2024.