Wikipedia:Discord
Útlit
Discord er samskiptaþjónusta á netinu sem gerir notendum kleyft að ræða saman annað hvort skriflega eða munnlega. Hægt er að tengjast Discord í vafraglugga eða í hugbúnaði sem er til fyrir helstu stýrikerfi í tölvum og snjalltækjum. Til er Discord-svæði fyrir íslenska notendur Wikimedia verkefna þar sem hægt er að spjalla um verkefnin og fylgjast með nýlegum breytingum á íslensku Wikipediu í rauntíma. Búa þarf til notandanafn á Discord til að nota þjónustuna en hægt er að nota auðkenningarþjónustu Wikimedia til að tengja saman Discord notanda og notandanafn á Wikimedia verkefnum.