(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Þekking - Wikivitnun Fara í innihald

Þekking

Úr Wikivitnun, frjálsa tilvitnanasafninu
Útgáfa frá 9. mars 2019 kl. 21:00 eftir Savh (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. mars 2019 kl. 21:00 eftir Savh (spjall | framlög) (Tek aftur breytingu 12283 frá 201.227.226.148 (spjall))
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)

Tilvitnanir um þekkingu.

Tilvitnanir

[breyta]
  • „Þekkingarþráin er öllum mönnum í blóð borin.“
Aristóteles (384 – 322 f.Kr.), Frumspekin I, 980a21. (þýð. Svavars Hrafns Svavarssonar)
  • „En það er einnig hægt að trúa því sem er í raun staðreynd án þess að vita það.“
Alfred Jules Ayer (1910 – 1989), í The Problem of Knowledge
  • „Ég dreg því þá ályktun að nauðsynleg og nægjanleg skilyrði þess að maður viti eitthvað séu í fyrsta lagi þau að það sem maður er sagður vita sé satt, í öðru lagi að maður sé viss um það og í þriðja lagi að maður hafi rétt á því að vera viss um það.“
Alfred Jules Ayer (1910 – 1989) í The Problem of Knowledge
  • „Ég hef ekki sagt mikið um þekkingu okkar á því sem býr hugum okkar sjálfra. Líkt og öll önnur þekking getur hún ekki verið til í einangrun frá félagslegum rótum sínum; hugmyndin um mann sjálfan sem sjálfstæða verund veltur á því að við áttum okkur á tilvist annarra, og það gerist fyrst og fremst í gegnum samskipti við aðra.“
Donald Davidson (1917 – 2003)
  • „Ákveðin undrun — til dæmis á frelsi, þekkingu og tilgangi lífsins — virðist mér fela í sér meiri innsýn heldur en allar hinar svonefndu lausnir við þessum vandamálum. Undrunin er ekki afleiðing mistaka í beitingu tungumálsins eða í hugsun, og það er engin von um að kantískur eða wittgensteinískur hreinleiki fáist með því að forðast ákveðnar freistandi gildrur í beitingu skynseminnar eða tungumálsins.“
Thomas Nagel (fæddur 1937) í The View From Nowhere
  • „Er einhver þekking til í heiminum sem er svo örugg að skynsamur maður gæti ekki efast um hana? Þessi spurning, sem virðist ef til vill við fyrstu sýn ekki afar erfið viðureignar, er í raun erfiðasta spurning sem hægt er að spyrja. Þegar við höfum gert okkur grein fyrir hindrununum sem standa í vegi fyrir einföldu og öruggu svari, þá höfum við byrjað að iðka heimspeki — því heimspeki er einungis tilraun til að svara slíkum spurningum, ekki af kæruleysi eða kreddufestu, líkt og við gerum í daglegu lífi okkar og jafnvel í vísindum líka, heldur á gagnrýninn hátt, eftir að við höfum rannsakað allt sem gerir spurningar af þessu tagi erfiðar og eftir allan óskýrleikann og alla ringulreiðina sem kraumar undir hefðbundnum hversdagslegum hugmyndum okkar.“
Bertrand Russell (1872 – 1970), í The Problems of Philosophy
  • „Ég veit ekki einu sinni þetta eitt, að ég viti ekki neitt. Ég dreg hins vegar þessa ályktun bæði um mig og aðra menn.“
Fransisco Sanches (1551 – 1623) í Að ekkert er vitað (Quod nihil scitur)
  • „Við sjáum bara ekki hversu sérhæfð notkun orðanna ‚Ég veit‘ er.“
Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951) í Um fullvissu
  • „Því ‚Ég veit‘ virðist lýsa stöðu mála sem tryggir það sem er vitað, tryggir að það er staðreynd. Maður gleymir alltaf orðunum „Ég taldi mig ‚vita‘.“
Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951) í Um fullvissu
  • „Það sem ég veit, því trúi ég.“
Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951) í Um fullvissu
  • „Barnið lærir með því að trúa þeim fullorðna. Efinn kemur á eftir trúnni.“
Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951) í Um fullvissu
  • „Gæti einhver skilið orðið ‚sársauki‘ sem ekki hefði fundið til sársauka? - Kennir reynslan mér að svona sé því farið eða ekki? - Og ef við segjum ‚Maður gæti ekki ímyndað sér sársauka án þess að hafa fundið til einhvern tímann‘ — hvernig myndum við vita það? Hvernig fæst úr því skorið hvort það sé satt eða ekki?“
Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951)
  • „Ég sit úti í garði með heimspekingi; hann segir hvað eftir annað ‚Ég veit að þetta er tré‘ og bendir á tré sem er nálægt okkur. Einhver annar kemur til okkar og heyrir þetta. Ég segi honum: ‚Þessi maður er ekki klikkaður. Við erum bara að stunda heimspeki.‘“
Ludwig Wittgenstein (1889 – 1951) í Um fullvissu

Tenglar

[breyta]
Wikipedia hefur grein um