(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Morgunblaðið - 14.05.2009 - Tímarit.is

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.2009, Blaðsíða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 MIKIL umræða hefur verið í þjóð- félaginu og á Alþingi um Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Rætt hef- ur verið um Barnasáttmálann í tengslum við lögfestingu hans hér á landi og nýleg mál þar sem börn voru beitt líkamlegum refsingum eða of- beldi. Í námi okkar höfum við unnið verkefni sem lýtur að innleiðingu þróunarverkefnis í leikskóla og var ákveðið að taka Barnasáttmálann fyrir sem viðfangsefni. Lítið efni er til um kennslu eða fræðslu á Barna- sáttmálanum og réttindum barna og það sem til er miðast oft við eldri börn. Því var talsverð áskorun að vinna með efnið. Í 42. grein Barna- sáttmálans kemur fram að þau ríki sem samþykkja sáttmálann skuld- bindi sig til að kynna hann börnum og fullorðnum. Því ákváðum við að skoða hvernig hægt væri að kynna börnum á leikskólaaldri réttindi sín og reyna að finna hvaða leiðir væri best að fara í vinnu með Barnasátt- málann. Markmið með vinnu um réttindi Markmið með vinnu með Barna- sáttmálann á leikskólum er að börnin velti fyrir sér réttindum sínum, tjái sig og verði fær um að segja sína skoðun án þess að særa aðra. Mik- ilvægt er að fjalla um ábyrgðina sem fylgir því að segja það sem manni finnst, það er ekki hægt að segja allt sem manni sýnist. Þetta er liður í því að styrkja barnið sem einstakling og félagsleg færni þess eykst. Vinnu með Barnasáttmálann er hægt að tengja vinnu með gildi eins og ábyrgð, umburðarlyndi og réttlæti og einnig lífsleikni. Ekki hefur skap- ast meiri umræða í þjóðfélaginu en nú um gömlu, góðu gildin. Sáttmál- inn verður 20 ára í nóvember og þá er stefnt að því að lögfesta hann og því kjörið tækifæri að byrja núna að taka upp Barnasáttmálann í leikskólum. Af hverju Barnasáttmálinn? Af hverju að vinna með Barnasátt- málann? Jú, það er mikilvægt að börn byrji strax í leikskóla að tjá sig, segja sínar skoðanir og venjist þann- ig lýðræðislegum starfsháttum. Lýð- ræði lærist ekki á því að fylgjast með heldur með því að vera virkur þátt- takandi. Með fræðslu okkar byggjum við upp lýðræðislega hugsun hjá börnunum þar sem þau eru þátttak- endur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Þau þurfa að vita að framlag þeirra skipti máli og það sé þeirra réttur. Því skul- um við tryggja börnum farveg fyrir þetta í leikskólum landsins. Barnasáttmálinn í leikskólastarfi Eftir Ingu Rut Ingadóttur, Lenu Sólborgu Valgarðsdóttur og Steinunni Erlu Sigurgeirs- dóttur » Barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna stendur vörð um rétt- indi barna. Það er mik- ilvægt að börnin þekki einnig sín réttindi og taki þátt í umræðunni. Höfundar eru útskriftarnemar í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands. Inga Rut Ingadóttir Lena Sólborg Valgarðsdóttir Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir JÓN BALDVIN Hannibalsson birti framtíðarsýn sína í Morgunblaðinu fimmtudaginn 7. maí. Þar lýsir ráðherrann fyrrverandi vonum sín- um og væntingum um framtíð Íslands í sam- einaðri Evrópu sem sé að ná vopnum sínum og eigi ekki að „ráða sig sem málaliða til þess að vinna skítverkin fyrir ameríska heimsvaldasinna“. Evrópa sé risin úr rústum, jafnoki Ameríku og hafi alla burði til þess að tryggja sitt „innra og ytra öryggi.“ „Hvers vegna ætti sameinuð Evr- ópa að vera áhrifalaus undirverktaki Bandaríkjanna, samræmist það þjóð- arhagsmunum Evrópusambands- ins?“ spyr ráðherrann fyrrverandi. Sérstaklega skal áréttað orðalagið; sameinuð Evrópa og þjóðarhags- munir ESB. Nató skal kastað á ösku- hauga sögunnar og evrópskur her marsera í takt. Jón Baldvin segir ekki sjálfgefið að „hagsmunir amerísks kapítalisma og evrópska velferðarríkisins fari sam- an“. Greinin fékk viðhafnarsess í mið- opnu Moggans, svo glaður var rit- stjórinn. Það er nú svo. Svona tala „einlægir Evr- ópusinnar“. Af þessu tilefni er rétt að halda tvennu til haga. Í fyrsta lagi: Jón Baldvin fer ekki í launkofa með að Evrópa er að sam- einast. Og „sameinuð Evrópa“ má ekki að verða „verkfærakassi“ amer- ískra kapítalista og heimsvaldasinna. Þá er rétt að árétta orðalag ráðherrans um „þjóð- arhagsmuni Evrópu- sambandsins“. Í öðru lagi: Í hinni nýju heimsmynd á Ís- land að taka afstöðu með evrópska velferð- arríkinu gegn amerísk- um kapítalistum. Það er gott þegar menn kveða skýrt að orði. Jón Baldvin veit að Evrópa er að sameinast í stórríki. Hann veit að Ís- land verður hreppur í brüsselsku „velferðarríki“. Hann veit að blýanta- nagarar í Brüssel erfa jörðina undir gunnfána Berlínar og Parísar. Jón Baldvin vill að Ísland taki afstöðu með Brüssel gegn Washington. Hann endurómar orð Giscard D’Estaing gamla Frakklandsforseta: „Hlutverk Evrópu í heiminum breytist ef okkur tekst að sameina álfuna. Látum okk- ur dreyma um Evrópu – lengi lifi Evrópa.“ Hallelúja! Draumalandið rís úr sæ Í skáldsögu minni Váfugli tekst Eyjatröllið Krummi á við brüsselska kommissara undir lok núaldar þegar Ísland er hreppur í Evrópu og sækir fram til sjálfstæðis. Krummi og hans kynslóð þurfa að takast á við gönu- hlaup kynslóðar sem missti kjarkinn. Flettum sögu þjóðar Gissur jarl gat ekki vitað um yf- irvofandi hrun norska stórríkisins né að Ísland hafnaði í skúffu í Kaup- mannahöfn í sex hundruð áttatíu og tvö ár. Litlu mátti muna að þjóðin glataði þjóðerni, tungumáli og sögu. Ísland slapp undan dönsku nýlendu- oki þegar dansk-þýðverska stórríkið hrundi. Danmörk varð lille Danmark sem hafði ekki burði til þess að halda nýlendu sinni við yzta haf. Að hundt- yrkjanum slepptum hefur einu her- skipunum gegn íslenskri þjóð verið stefnt frá Eyrarsundi og Lundúnum. Þýskir kafbátar réðust á íslensk skip og herflugvélar vörpuðu sprengjum á íslenskt land í síðara heimsstríðinu. Ísland sætir nú breskri árás frá Downingstræti 10 með brüsselska blýantanagara í órofa fylkingu að baki sér. Gordon Brown ætlar að tryggja að [helv.] Íslendingarnir borgi skuldir sínar. Og Brüssel heimtar yfirráð yfir fiskinum. Hver þarfnast óvina með slíka vini? Kæri Jón, var það ekki Kaninn sem studdi íslenska þjóð þegar hún staul- aðist út úr torfkofa eftir aldalanga dansk-þýðverska kúgun og lýsti ævarandi sjálfstæði. Voru það ekki hinir vondu amerísku kapítalistar og heimsvaldasinnar sem forðum ráku breska fanta úr íslenskri landhelgi? Ég bara spyr. Hver þarfnast óvina með slíka vini, Jón Baldvin? Eftir Hall Hallsson » Jón Baldvin veit að Evrópa sameinast; að Ísland verður hrepp- ur í evrópsku stórríki; að brüsselskir blýanta- nagarar erfa jörðina; lengi lifa Evrópa! Hallur Hallsson Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Í UMRÆÐUNNI um verðtryggingu lána fer lítið fyrir hinni hliðinni á verð- tryggingunni, það er þeirra sem eiga pen- ingana sem eru lán- aðir. Í þessum hóp er meðal annarra ég og um 150 þúsund aðrir Íslendingar, sem erum aðilar að hinum ýmsu lífeyris- eða eftirlaunasjóðum. Verðtryggingunni var komið á á seinni hluta síðustu aldar. Hér hafði geisað verðbólga alveg frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar og fór hún stigversnandi, sparifé og eignir í lífeyrissjóðum landsmanna urðu að engu í verð- bólgubálinu. Ég fann þetta á eigin skinni því að á 38 ára starfsferli mínum sem flugstjóri fóru fyrstu 19 árin í að spara í óverðtryggðum lífeyrissjóði. Þegar upp var staðið og verðtryggingunni kom- ið á, efa ég að inneign mín í lífeyrissjóðnum hefði dugað fyrir einni góðri bifreið á verðlagi þess tíma, sem sagt 19 ára lífeyrissparnaður brunninn upp í verðbólgubálinu. Sömu sögu má ábyggilega segja af öðrum lífeyr- issjóðum í landinu. Síðan kom blessuð verðtrygg- ingin og við tóku blóm í haga, stofnaður var nýr verðtryggður eft- irlaunasjóður og í honum hélt inn- eign mín verðgildi sínu þrátt fyrir verðbólguna. Þegar ég hætti störf- um eftir önnur 19 ár hafði ég áunn- ið mér sæmilegan lífeyri. Verð- tryggingin gjörbreytti ástandinu á fjármálamarkaðinum og nú var hægt að spara peninga án þess að eiga það á hættu að þeir yrðu nán- ast að engu. Að sjálfsögðu hef ég í gegnum árin tekið verðtryggð lán eins og aðrir. Mér fannst það í byrjun blóð- ugt að borga árlega af láninu og sjá að lánið lækkaði nánast ekki neitt til að byrja með, en allt tók þetta enda. En mér leið strax betur eftir að ég einfaldaði þetta með verð- trygginguna fyrir mér með eftirfar- andi dæmi. Þegar við förum til ná- grannans og fáum lánaðan bolla af hveiti, þá dytti fæstum í hug að skila aftur nánast tómum bolla af hveiti. Um þetta snýst verðtrygg- ingin, hún er ekki sökudólgurinn heldur er það verðbólgan sjálf. Við höfum byggt upp á síðustu 30 árum verðtryggt lífeyriskerfi, sem er með því besta sem gerist í heiminum, en grundvöllurinn að því er verðtrygging á útlánum lífeyr- issjóðanna. Blessuð verðtryggingin Eftir Rúnar Guðbjartsson »Um þetta snýst verð- tryggingin, hún er ekki sökudólgurinn heldur er það verðbólg- an sjálf. Rúnar Guðbjartsson Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.