(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Morgunblaðið - 16.05.2009 - Tímarit.is

Morgunblaðið - 16.05.2009, Side 26

Morgunblaðið - 16.05.2009, Side 26
26 FréttirVIÐSKIPTI|ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 2009 Þetta helst ... ● ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði um 0,9% í gær og er lokagildi hennar 699 stig. Mest hækkun varð á hlutabréfum Alfesca, eða 6,9%. Bréf Bakkavarar lækkuðu hins vegar mest, um 5,2%. Heildarviðskipti með hlutabréf námu 202 milljónum. Viðskipti með skulda- bréf námu hins vegar 5,9 milljörðum króna. gretar@mbl.is Hækkun í Kauphöllinni ● Gengisvísitala íslensku krónunnar lækkaði um 1,0% í gær og styrktist krónan því sem því nemur. Vísitalan er nú í 222,8 stigum. Þetta er svipað og var í lok síðustu viku og hefur krón- an því aftur náð þeirri stöðu sem hún var í þá eftir að hafa veikst nokkuð framan af þessari viku. Gengi Banda- ríkjadollars er nú skráð 125,8 krónur, evru 170,5 krónur og þá er danska krónan skráð 22,9 krónur. Í Morgunkorni Greiningar Íslands- banka segir að gengi krónunnar hafi undanfarna mánuði styrkst um 40% gagnvart evru á svonefndum af- landsmarkaði, þ.e. í viðskiptum er- lendra banka. Kostar krónan nú um 200 krónur á þessum markaði. gret- ar@mbl.is Íslenska krónan styrkt- ist um 1% í gær ● VERÐ á neysluvörum í Bandaríkj- unum hefur lækkað á einu ári meira en gerst hefur þar í landi í rúm 54 ár, eða frá því í ágúst á árinu 1954. Meg- inástæðan er talin mikil lækkun á orku- verði, sem hefur lækkað um 25% á einu ári, að því er fram kemur í frétt CNN-fréttastofunnar. Lækkunin á verði neysluvara í Banda- ríkjunum var að jafnaði 0,7% í apr- ílmánuði síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Í marsmánuði hafði verðið lækk- að um 0,4% frá sama mánuði árið 2008. gretar@mbl.is Mesta lækkun á verði neysluvara í 54 ár „ÞAÐ gefur auga leið að þetta hefur verið erfitt út af ástandinu í efna- hagslífinu,“ segir Björn Ingi Sveins- son, framkvæmdastjóri Saxbygg. Stjórnendur félagsins óskuðu í gær eftir því að það yrði tekið til gjaldþrotaskipta og skiptastjóri skipaður yfir búinu. Björn Ingi segist ekki vilja tjá sig mikið um stöðu félagsins. Það fari í hendur skiptastjóra, sem hann muni aðstoða eftir fremsta megni. „Þetta er ekki skemmtilegt og við erum öll sorgmædd yfir því hvernig komið er,“ segir Björn Ingi. Hann segir alveg ljóst að þegar verðmætasta eignin þeirra, 5,7% hlutur í Glitni, varð verðlaus seig á ógæfuhliðina. Saxbygg var líka um- svifamikið í fasteignaviðskiptum og átti meðal annars 52% í Smáralind í gegnum EIK properties. Saxbygg hefur verið í helmings- eigu Saxhóls, sem kenndur er við Nóatúnsfjölskylduna, og BYGG, Byggingarfélags Gunnars og Gylfa. Nafni félagsins hefur verið breytt í eignarhaldsfélagið Icarus ehf. Engar skuldir eru í Saxbygg aðrar en við viðskiptabanka sagði í tilkynn- ingu sem barst Morgunblaðinu í gær. Það verður í höndum væntan- legs skiptastjóra að ráðstafa þeim eignum sem til staðar eru í félaginu í þágu þessara kröfuhafa. Björn Ingi segir að við núverandi markaðsaðstæður sé erfitt að meta verðmæti eignanna. Íslandsbanki fer með 46% eignar- hlut í Smáralind og því ljóst að rík- isbankarnir muni eiga verslunarmið- stöðina að fullu. bjorgvin@mbl.is Fall Saxbygg fleytir Smáralind í fang ríkisins Sorgmædd yfir því hvernig fór segir framkvæmdastjórinn opinbera gagnið sem hefur verið birt um stöðu Sjóvár. Í honum kemur fram að eignirnar voru orðnar 98,9 milljarðar, fjárfestingaeignirnar 49,3 milljarðar en bótasjóðurinn gildnaði einungis um 600 milljónir króna á árinu. Því var ljóst að stækkun efna- hagsreiknings Sjóvár var ekki fjár- mögnuð með iðgjöldum heldur lán- um, enda jukust skuldir félagsins við lánastofnanir um fimmtán milljarða króna. Stór hluti þessara fjárfest- ingaeigna var í stýringu hjá systur- félaginu Askar Capital. Skilanefnd Glitnis reynir nú að fjarlægja þær út úr tryggingafélaginu. Tryggingarisi varð að fjárfestingafélagi  Fjárfestingaeignir Sjóvár jukust um 50 milljarða á 2 árum Morgunblaðið/ÞÖK Sjóvá Verið er að reyna að aðskilja fjárfestingareksturinn frá trygginga- rekstrinum. Til þess vantar hið minnsta tíu milljarða króna. FRÉTTASKÝRING Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞEGAR Milestone, fyrrum eigandi Sjóvár, keypti sig inn í félagið árið 2005 var það hefðbundið vátrygg- ingafélag. Heildareignir Sjóvár voru um 36 milljarðar króna og var þar fyrst og fremst um að ræða fjárfest- ingar gegn vátryggingaskuld félags- ins, svokölluðum bótasjóði, sem nam þá um 20,7 milljörðum króna. Stærð bótasjóðsins var því um 60 prósent af eignum félagsins. Skuldir Sjóvár við lánastofnanir námu um 150 milljón- um króna á þessum tíma. Á árinu 2006 eignaðist Milestone Sjóvá að fullu. Samkvæmt efnahags- reikningi félagsins varð mikil breyt- ing á rekstrinum það árið. Eignir fé- lagsins jukust til að mynda um rúmlega helming og stóðu í 77,8 millj- örðum króna í árslok. Nánast öll aukningin átti sér stað í fjárfestinga- hluta starfseminnar. Meðal annars jukust svokallaðar fjárfestingaeignir félagsins, sem voru fasteignir í notk- un eða byggingu, um 30,6 milljarða króna. Þessar fasteignir eru staðsett- ar víðs vegar um heiminn. Bótasjóð- urinn stækkaði hins vegar einungis um tvo milljarða og því ljóst að ekki var neinn stórkostlegur vöxtur í hefð- bundinni vátryggingarstarfsemi. Á sama tíma hækkuðu skuldir félagsins við lánastofnanir úr 150 milljónum króna í 24,8 milljarða króna. Flestar skuldirnar eru í erlendum gjaldeyri. Þróunin hélt áfram á árinu 2007, en ársreikningur þess árs eru síðasta Í lok árs 2005 átti Sjóvá engar eignir sem flokkuðust sem fjár- festingaeignir. Tveimur árum síð- ar voru slíkar eignir metnar á 49 milljarða króna í bókum trygg- ingafélagsins. Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is BAKKAVÖR Group getur ekki greitt skuldabréf sem var á gjalddaga í gær. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins nemur upphæðin um 20 milljörðum króna að meðtöldum höfuðstóli, vöxt- um og verðbótum. Meðal kaupenda bréfanna voru lífeyrissjóðir sem nú fá lán sín ekki endurgreidd. Snorri Guðmundsson, fjárfestatengill Bakka- varar, segir verið að semja við stærstu eigendur skuldabréfanna um að framlengja gjalddagann. Í tilkynningu til Kauphallarinnar í gær segir að við- ræðurnar hafi staðið yfir frá því í desember síðast- liðnum. Snorri segir þetta hafa tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Þau séu hins vegar vongóð um að niðurstaðan verði góð fyrir alla. Vilji eigendur skuldabréfanna ekki framlengja gjalddagann geta þeir óskað eftir að fjárnám verði gert í félaginu eftir fjórtán daga. Sé gert árang- urslaust fjárnám geta þeir krafist þess að Bakka- vör verði tekin til gjaldþrotaskipta. Þetta er ekki borðleggjandi ákvörðun fyrir þessa kröfuhafa. Bakkavör Group á engar eignir sem hægt er að ganga að. Stórir lánveitendur eru með veð í rekstrarfélögunum, sem eru undir Bakkavör Group. Lífeyrissjóðir og aðrir sem keyptu skuldabréfin halda því á bréfum án nokk- urar trygginga eða veða. Þegar Morgunblaðið spurði Ágúst Guðmunds- son, forstjóra Bakkavarar, á uppgjörsfundi í apríl sl. um stöðu skuldabréfaeigenda sagði hann að fé- lagið myndi standa við allar sínar skuldbindingar til lengri tíma. Bakkavör í vanskil Skuldabréfaeigendur geta farið fram á fjárnám og krafist að Bakkavör fari í þrot sé það árangurslaust Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bræður Lýður og Ágúst Guðmundssynir standa í ströngu við að rétta hag Bakkavarar við. STRAUMUR fjárfestinga- banki tilkynnti í gær að finnski bankinn eQ hefði verið seldur til Nord- net Group AB, sem er sænskt eignastýringar- fyrirtæki. Sölu- verðið er um 15% af upp- haflegu kaupverði. Straumur keypti eQ fyrir í júní 2007 fyrir 260 milljónir evra. Sölu- verðið nú er 37 milljónir evra. „Miðað við hvernig markaðir hafa þróast síðustu tvö árin verð- um við að vera sáttir. eQ var keypt þegar menn sáu ekki fram í tímann og verðið var hvað hæst,“ sagði Georg Andersen, for- stöðumaður samskiptasviðs Straums, í gær. Samkvæmt upplýsingum Straums eiga viðskiptin sér stað að undangengnu ríflega tveggja mánaða uppboðsferli sem hafði það að markmiði að hámarka sölu- andvirði eignarinnar. Lögð hafi verið áhersla á að tryggja gagnsæi og jafnfræði meðal bjóðenda og var hæsta tilboði tekið. Straumur fór í greiðslustöðvun í byrjun mars. Ákveðið var að losa Straum út úr erlendri starfsemi. Enn á eftir að selja Stamford Part- ners í Bretlandi. bjorgvin@mbl.is Fá brot af kaupverði eQ til baka Óttar Pálsson, forstjóri Straums. Verðum að vera sáttir C$D& C$D'      . . C$D( )'D        . . A"E7"  /  F        . . =* 2 AD       . . C$D* C$D+       . . ● SAGA Capital Fjárfestingarbanki lauk í gær við að selja skuldabréf E-Farice ehf. fyrir alls fimm milljarða króna. Peningana á að nota til að leggja DA- NICE sæstrenginn milli Íslands og Dan- merkur. Um er að ræða skuldabréf til 25 ára með einfaldri ábyrgð ríkissjóðs. Fram kemur í tilkynningu að DANCIE strengurinn sé ein meginforsenda þess að hægt verði að byggja upp al- þjóðleg gagnaver hér á landi. E-Farice hefur nú þegar undirritað samninga við Verne Holding, sem er að byggja gagnaver á Keflavíkurflugvelli og á í við- ræðum við fleiri aðila. bjorgvin@mbl.is Fjármagna lagningu sæ- strengs til Danmerkur AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa nam tæpum 16 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2009 samanborið við 12,1 milljarð á sama tímabili 2008. Aflaverðmætið jókst því um nærri þriðjung á milli ára, eða um 31,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Ís- lands. Aflaverðmæti botnfisks var í lok febrúar orðið 12,5 milljarðar og jókst um tæp 27% frá sama tíma í fyrra. Verðmæti þorskafla var um 7 milljarðar og jókst enn meira en botnfisksins, eða um tæp 37%. Hins vegar dróst aflaverðmæti ýsu sam- an um 12% milli ára, en það nam rúmum 2,3 milljörðum á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs. Fram kemur í tilkynningu Hag- stofunnar að verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 7,3 millj- örðum króna á fyrstu tveimur mán- uðum þessa árs og jókst um 65% frá sama tímabili á árinu 2008. gretar@mbl.is Aflaverðmæti jókst um nærri þriðjung milli ára Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.