(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Brúarvirkjun
The Wayback Machine - https://web.archive.org/web/20191031123903/https://bru.hsorka.is/

Brúarvirkjun

HS Orka áformar að reisa rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum í þeim hluta árinnar sem rennur milli jarðanna Haukadals II og Brúar ofan þjóðvegar að Gullfossi.

Jákvæð áhrif virkjunarinnar á Bláskógarbyggð eru talsvert en hún mun meðal annars styrkja afhendingaröryggi raforku í nágrannabyggðum. Stofnkerfi raforku styrkist á stóru svæði með lagningu háspennustrengs frá jörðinni Brú til Reykholts. Einnig munu virkjunarframkvæmdir skapa störf á svæðinu.

Helstukennistærðir

Uppsett afl
9,9 MWe
Fallhæð
48,8 m
Meðalrennsli til virkjunar
25 m3/s
Raforka
82,5 GWst
Nýtingartími
8200 klst/ári

Markvissarmótvægisaðgerðir

Vegna virkjunarframkvæmda mun HS Orka fara í mótvægisaðgerðir á svæðinu í samstarfi við Skógrækt ríkisins á árinum 2018 og 2019. Annars vegar verður ráðist í endurheimt birkiskóga og hins vegar endurheimt votlendis.

Endurheimt birkiskóga

Vorið 2018 voru gróðursettar 25 þúsund birkiplöntur í alls 10 hektara. Ráðist verður í endurheimt birkiskóga á um 10 hektara svæði ofan Haukadals á svæði sem nú vex lúpína. Gróðursettar voru birkiplöntur í gisnar lúpínubreiður og í jaðra rofabarða sem vaxnir eru lúpínu til að styrkja þau enn frekar en með því verður jafnframt gróðusett í "eyjar" sem síðar leiða til sjálfsáningar birkis á skóglausum svæðum.

Endurheimt votlendis

Endurheimt votlendis felst í uppfyllingu skurða í landi Mosfells í Grímsnesi með efni af bökkum skurðanna. Með tímanum ætti endurheimt votlendis að binda kolefni í stað þess að losa það út í andrúmsloftið en votlendi geyma verulegan hluta kolefnisforða jarðarinnar. Verkið verður unnið í samráði við Skógræktina.

Staðsetning virkjunarinnar

Frekariupplýsingar

Helstusamstarfsaðilar

Allmargir hafa komið að vinnu við Brúarvirkjun, hér má sjá þá helstu: