(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Walter Scott - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Walter Scott (15. ágúst 177121. september 1832) var skoskur rithöfundur, leikskáld og ljóðskáld. Meðal þekktustu verka hans eru sögulegu skáldsögurnar Ívar hlújárn og Rob Roy.

Walter Scott, málverk eftir Henry Raeburn frá 1822.
Minnismerki um Scott í Edinborg.

Scott fæddist í Edinborg þar sem hann starfaði sem lögmaður og dómari. Hann var Toríi (íhaldsmaður) og félagi í Hálandafélaginu og Konunglegu akademíunni í Edinborg þar sem hann var forseti í 12 ár.

Scott átti þátt í endurheimt krúnudjásna Skotlands í Edinborgarkastala árið 1818. Árið 1822 var hann fenginn til að skipuleggja heimsókn Georgs 4. til Skotlands. Heimsóknin átti eftir að hafa mikil áhrif á sjálfsmynd Skota. Scott fékk konunginn til að klæðast skotapilsi með hefðbundnu mynstri sem hafði verið bannað frá 1745.

Scott gaf bækur sínar út í prentsmiðju vinar síns James Ballantyne. Árið 1809 fékk hann Ballantyne til að flytja prentsmiðjuna til Edinborgar og gerðist viðskiptafélagi hans. Þegar verðbréfahrunið 1825 átti sér stað varð prentsmiðjan gjaldþrota og Scott missti allar eigur sínar í hendur lánadrottna. Hann hélt áfram að skrifa þótt heilsu hans færi hrakandi. Hann lést úr taugaveiki sem gekk í Skotlandi árið 1832.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.