(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Orrustan við Somme - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Orrustan við Somme

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Orrustuvöllurinn við Beumont-Hamel eftir lok bardaga 1916.

Orrustan við Somme (franska: Bataille de la Somme) var orrusta í fyrri heimsstyrjöldinni sem hófst 1. júlí 1916 og stóð fram til 18. nóvember sama ár í Somme-sýslu, Frakklandi, við bakka Somme-fljótsins. Orrustan fólst í árásarstríði Breta og Frakka á hendur Þjóðverjum, en þeir höfðu hernumið stóra hluta af Frakklandi eftir að þeir réðust inn í landið í ágúst 1914. Orrustan við Somme var einn blóðugasti bardagi fyrri heimsstyrjaldarinnar, en þegar styrjöldin hafði fjarað út að hausti 1916 lágu fleiri en 1,5 miljón manna í valnum. Orrustan við Somme er meðal blóðugustu bardaga mannkynssögunnar.

Tenglar

  Þessi sagnfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.