(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Viðeyjarstofa - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Viðeyjarstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Viðeyjarkirkja og Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa er stórt, gamalt steinhús í Viðey á Kollafirði. Hún er elsta hús Reykjavíkur og jafnframt elsta steinhús Íslands, byggð á árunum 1753-1755 sem embættisbústaður fyrir Skúla Magnússon landfógeta.[1] Upphaflega átti húsið einnig að vera bústaður stiftamtmanns en af því varð þó ekki. Arkitekt Viðeyjarstofu var Daninn Nicolai Eigtved, sem meðal annars teiknaði Amalienborg í Kaupmannahöfn. Við hlið hússins stendur Viðeyjarkirkja, sem Skúli lét reisa nokkrum árum síðar.

Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu árið 1986 á 200 ára afmæli borgarinnar og voru þá gerðar umtalsverðar endurbætur á húsinu og breytingar til að það gæti nýst sem veitingahús. Arkitekt breytinganna var Þorsteinn Gunnarsson.[2]

  1. mbl.is: Uppbyggingu elsta húss miðborgar Reykjavíkur lokið
  2. Þorsteinn Gunnarsson, Viðeyjarstofa og kirkja: byggingarsaga, annáll og endurreisn (Reykjavík: Reykjavíkurborg, dreifing Hið íslenska bókmenntafélag, 1997).
  Þessi sögugrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.