12 mR
Útlit
Tólf metra kjölbátur (12mR eða tólfa) er flokkur kappsiglingaskúta sem eru hannaðar samkvæmt alþjóðlegu metrareglunni. „Tólf metra“ á ekki við um lengd bátsins, en tólf metra kjölbátar eru oftast 20-23 metrar að lengd. Fyrsta tólfan var smíðuð árið 1907 og þessi gerð var ólympíubátur á ólympíuleikunum 1908, 1912 og 1920 en fáir bátar tóku jafnan þátt. Sumir af þessum bátum voru slúppur með gaffalseglum. Frá 1958 til 1987 var þessi gerð notuð til að keppa í Ameríkubikarnum. Allir þeir bátar voru með bermúdaseglum.