(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Moth - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Moth

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
IMCA Moth á siglingu í Kiel.

Moth er heiti á nokkrum gerðum ellefu feta (3,3 metra) langra einmenningskæna sem hafa verið vinsælar í enskumælandi löndum frá því á 4. áratug 20. aldar. International Moth-bátar eru þekktastir fyrir að vera spaðabátar sem lyfta sér upp úr vatninu á ferð.

Moth varð til í Bandaríkjunum þegar gerðin var formlega skráð undir heitinu „International Moth Class Association“ eða IMCA árið 1932. Fyrstu bátarnir voru smíðaðir í Atlantic City árið 1929 en mjög svipaði bátar höfðu þá þróast í Inverloch í Ástralíu frá 1928 og mynduðu þar gerðina „Inverloch Eleven Footer“. 1933 breyttu Ástralir heiti gerðarinnar í Moth, þrátt fyrir að sá munur væri á reiða gerðanna tveggja að bandarísku seglin voru minni og mastrið styttra en á þeim áströlsku.

Eftir Síðari heimsstyrjöldina urðu bandarísku Moth-bátarnir vinsælir í Evrópu. Ein af þeim tegundum sem þar þróaðist varð síðar sérstök gerð, svokölluð Evrópukæna. Ástralir hófu um það leyti baráttu fyrir því að reglur yrðu rýmkaðar svo þeirra Moth-bátar gætu tekið þátt í alþjóðlegum mótum. 1971 bjó IMCA til nýjar reglur sem samþykktu stærri fullsprekuð segl eins og á áströlsku bátunum, og líka hliðarvængi sem þá voru nýkomnir fram. Um leið var skipulagi IMCA breytt þannig að samtökin urðu alþjóðleg en ekki aðeins bandarísk. Við þetta snarminnkaði þátttaka Bandarískra Moth-siglara í mótum og þróun gerðarinnar fluttist til Evrópu og Ástralíu.

Áhugi á hefðbundnum bandarískum Moth-bátum jókst síðan aftur í Bandaríkjunum á 9. áratugnum og frá 1990 hefur verið keppt á svokölluðum „Classic Moth“.