19. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
19. júní er 170. dagur ársins (171. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 195 dagar eru eftir af árinu. Á Íslandi er dagurinn helgaður kvenréttindum.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1179 - Erlingur skakki féll í orrustunni á Kálfskinni í nágrenni Niðaróss.
- 1347 - Bretónska erfðastríðið: Lið Karls af Blois beið lægri hlut fyrir enskum sveitum undir stjórn Sir Thomas Dagworth og Karl var tekinn höndum.
- 1584 - Húgenottinn Hinrik af Navarra varð ríkiserfingi Frakklands þegar hertoginn af Anjou dó.
- 1641 - Sænski herinn sigraði her keisarans í orrustunni við Wolfenbüttel.
- 1794 - Magnús Stephensen og fleiri stofnuðu Hið íslenska landsuppfræðingarfélag til þess að vinna að menningarmálum í landinu.
- 1870 - Upphaf fólksflutninganna miklu til Vesturheims er miðað við það að þrír íslenskir menn sem fóru frá Eyrarbakka komu til Québec þennan dag.
- 1886 - Kaupfélag Eyfirðinga var stofnað.
- 1915 - Kristján 10. undirritaði nýja stjórnarskrá Íslands þar sem meðal annars var kveðið á um að allar íslenskar konur, 40 ára og eldri, hefðu kosningarétt og kjörgengi. Íslenski fáninn staðfestur með konungsúrskurði.
- 1916 - Íslenskar konur stofnuðu Landspítalasjóð Íslands.
- 1917 - Tímaritið 19. júní kom út í fyrsta sinn.
- 1920 - Nýja bíó í Reykjavík, sem starfað hafði í átta ár, tók í notkun nýtt kvikmyndahús.
- 1938 - Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu lauk í Frakklandi.
- 1940 - Tímaritið Nýtt kvennablað hóf göngu sína.
- 1953 - Forseti Íslands undirritaði Mannréttindasáttmála Evrópu.
- 1960 - Fyrsta Keflavíkurgangan á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur.
- 1961 - Kúveit fékk sjálfstæði frá Bretlandi.
- 1967 - Hallveigarstaðir í Reykjavík voru teknir í notkun sem miðstöð kvennasamtaka á Íslandi.
- 1976 - Karl 16. Gústaf Svíakonungur gekk að eiga Silviu Renate Sommerlath.
- 1978 - Fyrsta myndasagan um köttinn Gretti birtist.
- 1980 - Á aldarafmæli Jóhanns Sigurjónssonar var afhjúpaður minnisvarði um skáldið á Laxamýri í Þingeyjarsýslu.
- 1981 - Tveir eggjaþjófar með á annað hundrað andaregg í fórum sínum voru handteknir á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli.
- 1982 - Minnisvarði um Ásgrím Jónsson listmálara var afhjúpaður í Rútsstaðahjáleigu í Gaulverjabæ, nú Flóahreppi, en þar var hann fæddur.
- 1983 - Spilakassaleikurinn Dragon's Lair kom út.
- 1987 - Nýtt útvarpshús var tekið í notkun af Ríkisútvarpinu við Efstaleiti í Reykjavík.
- 1987 - 18 létust í sprengjutilræði á vegum ETA.
- 1990 - Konur fjölmenntu í Alþingishúsið til að halda upp á 75 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi.
- 1994 - Björk Guðmundsdóttir hélt sína fyrstu tónleika á Íslandi eftir að hún öðlaðist heimsfrægð.
- 1996 - Farið var að afgreiða einkamerki á bíla á Íslandi.
- 1996 - Boris Jeltsín sigraði fyrri umferð fyrstu frjálsu forsetakosninganna í Rússlandi.
- 2001 - Eldflaug sem bilaði lenti á knattspyrnuvelli í norðurhluta Írak með þeim afleiðingum að 23 létust og 11 særðust.
- 2006 - Málverkið Adele Bloch-Bauer I eftir Gustav Klimt seldist fyrir 135 milljónir dala, sem var þá hæsta verð sem fengist hafði fyrir málverk.
- 2010 - Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar gekk að eiga Daniel Westling í Stokkhólmi.
- 2014 - Filippus 6. var krýndur Spánarkonungur.
- 2015 - Höggmynd af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kosin var á Alþingi, var vígð við Skálann, viðbyggingu Alþingishússins.
- 2017 - 1 lést og 10 særðust þegar sendiferðabíl var ekið inn í mannþröng við mosku í London.
- 2018 - Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust draga sig út úr Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
- 2018 - Lögleiðing kannabiss var samþykkt í Kanada og gekk í gildi 17. október.
- 2019 – Þrír Rússar og einn Úkraínumaður voru formlega ákærðir fyrir að hafa skotið niður Malaysia Airlines flug 17 árið 2014.
- 2023 - Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við Dómsmálaráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1566 - Jakob 6. Skotakonungur (d. 1625).
- 1623 - Blaise Pascal, franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og heimspekingur (d. 1662).
- 1779 - Frederik Christopher Trampe, danskur greifi (d. 1832).
- 1858 - Johan Ferdinand Aasberg, danskur skipstjóri (d. 1954).
- 1861 – Douglas Haig, breskur herforingi (d. 1928)
- 1880 - Jóhann Sigurjónsson, íslenskt leikskáld (d. 1919).
- 1896:
- Tryggvi Magnússon, íslenskur íþróttamaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1943).
- Wallis Simpson, hertogaynja af Windsor (d. 1986).
- 1937 - Björn S. Stefánsson, íslenskur búfræðingur.
- 1945 - Aung San Suu Kyi, búrmískur stjórnmálamaður.
- 1945 - Radovan Karadžić, bosníu-serbneskur stjórnmálamaður og dæmdur stríðsglæpamaður.
- 1947 - Salman Rushdie, indverskur rithöfundur.
- 1948 - Nick Drake, enskur tónlistarmaður (d. 1974).
- 1953 - Össur Skarphéðinsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1957 - Anna Lindh, sænskur stjórmálamaður (d. 2003).
- 1958 - Lilý Erla Adamsdóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1959:
- Örn Árnason, íslenskur leikari.
- Christian Wulff, þýskur stjórnmálamaður og 10. forseti Þýskalands.
- 1961 – Bidhya Devi Bhandari, forseti Nepals.
- 1962 - Masanao Sasaki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1964 - Boris Johnson, breskur stjórnmálamaður.
- 1964 - Ásgrímur Sverrisson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 1965 - Ronaldo Rodrigues de Jesus, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1969 - Yoshiaki Sato, japanskur knattspyrnumaður.
- 1972 - Dagur B. Eggertsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1978 - Dirk Nowitzki, þýskur körfuknattleiksmaður.
- 1980 - Lauren Lee Smith, kanadísk leikkona.
- 1985 - Chikashi Masuda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1986 - Ragnar Sigurðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1988 - Dóra Björt Guðjónsdóttir, íslensk stjórnmálakona.
- 1989 - Ögmundur Kristinsson, íslenskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1179 - Erlingur skakki Ormsson, norskur höfðingi og faðir Magnúsar konungs.
- 1282 - Elinóra de Montfort, prinsessa af Wales (f. 1252).
- 1312 - Piers Gaveston, vildarvinur Játvarðar 2. Englandskonungs.
- 1584 - Frans hertogi af Anjou, sonur Katrínar af Medici (f. 1555).
- 1608 - Alberico Gentili, ítalskur lögfræðingur (f. 1552).
- 1820 - Sir Joseph Banks, breskur náttúrufræðingur og grasafræðingur (f. 1743).
- 1867 - Maximilian 1. Mexíkókeisari (f. 1832).
- 1879 - Vilhelmína Lever, íslenskur kaupmaður (f. 1802).
- 1980 - Jijé, belgískur myndasöguhöfundur (f. 1914).
- 1981 - Lotte Reiniger, þýskur leikstjóri (f. 1899).
- 1983 - Vilmundur Gylfason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1948).
- 1993 - William Golding, breskur rithöfundur (f. 1911).
- 2010 - Manute Bol, súdanskur körfuknattleiksmaður (f. 1962).
- 2013 - Ólafur Rafnsson, íslenskur körfuknattleiksmaður (f. 1963).
- 2013 - James Gandolfini, bandarískur leikari (f. 1961).