(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Akrein - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Akrein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Akreinar á vegi í Kalifórníu

Akrein er rein á vegi sem er nógu breidd að bíll geti keyrt á henni á hraða sem hentar aðstæðum og legu vegarins.

Akreinar eru oftast merktar með röndum, umferðareyjum, lituðu malbiki eða ólíku yfirborðsefni. Á Íslandi tíðkast að greina akreinar að með hvítum röndum, en litur og útfærsla merkinga er mismunandi eftir löndum. Í göngum og á hættulegum vegaköflum eru örlítil gróp grafin niður í veginn á reglulegu millibili til að gera bílstjóra varan við að hann nálgast kantinum. Drunuhljóð heyrist þegar keyrt er yfir grópunum.

Algengasta merkingin er miðlínan svokallaða, sem þýðir í flestum löndum að keyra skal hægra megin við línuna. Í löndum með vinstri umferð er það öfugt. Miðlínan er oft brotin lína en tegund línunnar er háð sjónlengd.[1] Kantlínur eru notaðar til að greina akreinar frá vegöxlum.[1] Á stærri vegum með fleiri akreinum í sömu átt er greint á milli akreina með deililínum. Stefnuörvar tákna stefnu umferðar.

Ýmsar tegundir akreina eru til. Í þéttbýli geta verið sérakreinar fyrir strætisvagna og aðra umferð sem nýtur forgangs (svo sem sjúkrabíla). Eins eru til hjólareinar ætlaðar hjólreiðafólki. Hjólareinar eru yfirleitt hafðar næst gangstéttinni, yst, og geta verið aðgreindar frá akreinum með ýmsum hætti, til dæmis með línu, lituðu malbiki, lágum köntum eða upphækkun, þannig að hjólareinin sé í sömu hæð og gangstéttin.

  1. 1,0 1,1 „Handbók Yfirborðsmerkinga Kafli 1-5“. Sótt 22. nóvember 2016.
  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.