(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Framfarahyggja - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Framfarahyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Framfarahyggja er sú hugmynd eða söguspeki að jafnt og þétt batni ástand mannkyns eftir því sem tíminn líður. Í þessari hugmynd felst að jafnvel þó svo að ákveðin lægð í þróun eða framförum geti átt sér stað þá sé hún ávallt tímabundin og að á heildina litið vænkist hagur mannsins smám saman. Þessi hugmynd er tengd vestrænni veraldlegri heimssýn sterkum böndum.

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.