(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Gilbert Ryle - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Gilbert Ryle

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar
Nafn: Gilbert Ryle
Fæddur: 19. ágúst 1900Brighton á Englandi)
Látinn: 6. október 1976 (76 ára)
Skóli/hefð: Rökgreiningarheimspeki
Helstu ritverk: The Concept of Mind; Dilemmas (Ógöngur)
Helstu viðfangsefni: málspeki, hugspeki
Markverðar hugmyndir: draugurinn í vélinni sem kvíavilla
Áhrifavaldar: René Descartes, Ludwig Wittgenstein
Hafði áhrif á: J.L. Austin, A.J. Ayer, R.M. Hare, Wilfrid Sellars, Daniel Dennett, John Searle
Gilbert Ryle

Gilbert Ryle (19. ágúst 19006. október 1976) var breskur heimspekingur og einn af fulltrúum þeirrar kynslóðar breskra heimspekinga sem kenndir voru við hversdagsmál og voru undir áhrifum frá Ludwig Wittgenstein. Ryle er einkum þekktur fyrir gagnrýni sína á cartesíska tvíhyggju. Hann bjó til hugtakið „draugurinn í vélinni“. Hann kenndi sumar hugmyndir sínar við atferlishyggju (sem ætti ekki að rugla saman við atferlishyggju í sálfræði).

Hann var fæddur í Brighton á Englandi árið 1900 og var menntaður í Brighton College, líkt og bræður hans John og George. Hann vann fyrir leyniþjónustu hersins í síðari heimsstyrjöldinni en varð Wayneflete-prófessor í frumspekilegri heimspeki við Oxford háskóla að stríðinu loknu. Meginrit hans var The Concept of Mind sem kom út árið 1949.