(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Bosníufura - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Bosníufura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinus heldreichii)
Bosníufura

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Pinus
subsect. Pinaster
Tegund:
P. heldreichii

Tvínefni
Pinus heldreichii
H.Christ
Náttúruleg útbreiðsla Pinus heldreichii
Náttúruleg útbreiðsla Pinus heldreichii
Samheiti
  • Pinus leucodermis
Pinus heldreichii á Orjen

Bosníufura (fræðiheiti: Pinus heldreichii) er tegund fura upprunnin frá fjöllum Balkanskaga og suður Ítalíu.[2] Hún finnst í fjöllum Bosníu, Króatíu, suðvestur-Búlgaríu, Albaníu, lýðveldinu Makedóníu, Serbíu, norður-Grikklandi (Valia Kalda, Smolikas og Vasilitsa, Ólympusfjalli og öðrum háum fjöllum), og staðbundið í Ítalíu (hún er tákn Pollino-þjóðgarðsins), og vex í 1500 til 2500m hæð yfir sjávarmáli. Hún nær trjálínu á þessum svæðum. Þetta er sígrænt tré sem verður 25 til 35 metrar á hæð og 2 metra í ummál á stofn.

Útbreiðsla Pinus heldreichii og Abies alba á Orjen hafa mismunandi mynstur. Hin rakakæri hvítþinur er takmarkaður við rakar norðurhlíðar andstætt bosníufuru sem kýs suðurhlíðarnar.
Pinus heldreichii í beykiskógi á Orjen

Hún er í undirflokkinum pinus (tveggjanála fura), (Pinus subgenus Pinus), með nálarnar tvær saman í búnti, með viðvarandi hlíf. Þær eru 4,5 til 10 sm langar og 1.5 til 2 mm þykkar. Könglarnir eru 5 til 9 sm langir, með þunnum og viðkvæmum köngulskeljum; þær eru dökk-purpuralitar fyrir þroska og verða brúnar við þroska um 16 til 18 mánuðum eftir frjóvgun. Fræin eru 6 til 7 mm löng með 2 til 2,5 sm löngum væng og dreifast með vindi.

Flokkunarkerfi

[breyta | breyta frumkóða]

Tegundinni var fyrst lýst sem Pinus heldreichii af Svissneska grasafræðingnum K. Hermann Christ til heiðurs Theodor von Heldreich 1863 eftir eintökum sem safnað var á Ólympusfjalli, og síðan lýst í annað skiptið sem P. leucodermis 1864; höfundur seinni lýsingarinnar (austurríski grasafræðingurinn F. Antoine sem fann hana á Orjen ofan við Kotor-flóa) á vitundar um aðeins eldri lýsinguna. Nokkur miniháttar útlitseinkenni eru frábrugðin á milli lýsinganna (sem hefur leitt til að aðskilaðar á milli þessara "tegunda" hjá sumum grasafræðingum), en þetta hefur ekki verið stutt af nýrri rannsóknum á "tegundunum", sem sýna að bæði nöfnin vísa til sömu tegundarinnar. Mismunurinn á lýsingunum virðast vera mestmegnis vegna þess að eintök Christs hafi verið óþroskuð og samanskroppin eftir þurrkun, hafandi verið safnað í júlí, fjórum mánuðum fyrir þroska.

Ræktun og nytjar

[breyta | breyta frumkóða]

Bosníufura er vinsælt skrauttré í almenningsgörðum og stórum görðum, með öruggan, jafnan, en ekki hraðan vöxt á fjölbreytilegum vaxtarstöðum, og með mjög netta keilulaga krónu. Einnig er hún með mjög skrautlega purpuralita köngla. Hún þolir niður að - 45°C, og er vindþolin. Mörg tré í ræktun eru enn skráð sem "Pinus leucodermis" eða "Pinus heldreichii var. leucodermis".

Tré í norður Grikklandi var mælt 1075 ára gamalt 2016.[3]

Virðulegt eintak í Pirin fjöllum í Búlgaríu, þekkt sem "fura Baikushevs", er 24 m há, 2,2m í ummál, og er talin yfir 1300 ára gömul.

  • Conifer Specialist Group (1998). „Pinus heldreichii“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
  • Businský, R. Beitrag zur Taxonomie und Nomenklatur von Pinus heldreichii. 79. árgangur. Mitt. Deutsch. Dendrol. Ges. bls. 91–106.
  • Farjon, A. (2005). Pines. Drawings and Descriptions of the genus Pinus (2nd. útgáfa). Brill. ISBN 90-04-13916-8.
  • Vendramin, G.G., Fineschi, S. Fady, B. Technical guidelines for genetic conservation and use - Bosnian pine, Pinus Heldreichii syn. Pinus leucodermis Geymt 20 desember 2016 í Wayback Machine. EUFORGEN.org

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Caković, D.; Gargano, D.; Matevski, V. & Shuka, L. (2017). Pinus heldreichii. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2017: e.T42368A95725658. doi:10.2305/IUCN.UK.2017-2.RLTS.T42368A95725658.en. Sótt 13. desember 2017.
  2. Coniferous forests; Folke Andersson; 2005; p.138
  3. New Scientist magazine issue 27th Aug 2016 page 7