(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Rangeygni - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Rangeygni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rangeygni

Rangeygni er ástand þar sem augun beinast ekki eins þegar litið er á hlut. Rangeygni getur verið stöðug eða komið og farið.

Ef ástandið varir um langan tíma á æskuskeiði getur það valdið skertri sjón á auga. Ef rangeygni kemur skyndilega upp á fullorðinsárum er líklegra að það valdi því að sjá tvöfalt.

Rangeygni getur orsakast af vöðva(bilun), fjarsýni, truflunum í heila, höfuðhöggi eða sýkingum. Að fæðast fyrir tímann eikur líkur á rangeygni, ennfremur heilalömun (cerebral palsy) og ættarsaga. Talað er um innræna eða aðfallandi (esótrópiska) rangeygni, útræna eða fráfallandi (exótrópíska) og lóðrétta eða lóðrétt misfallandi (hípertrófíska) rangeygni. Algengi er um 2%.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.