(Translated by https://www.hiragana.jp/)
Tvítala - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Fara í innihald

Tvítala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tvítala (skammstafað sem tvt.) (fræðiheiti dualis) er tölumynd fallorða og sagnorða sem sýnir að orðið á við um tvo einstaklinga og greinist frá fleirtölu að því leyti að þar sem tvítala er til á fleirtalan við um fleiri en tvo einstaklinga. Tvítala var til dæmis til í forngrísku, fornnorrænu og íslensku og ensku á eldra málstigi.

Tvítala í íslensku

[breyta | breyta frumkóða]

Í íslensku var tvítala til á eldra málstigi sem tölumynd fornafna fyrstu og annarrar persónu. Í tvítölu er notuð sérstök orðmynd, sem sýnir að átt er við tvo. Tvítala í persónufornöfnum (pfn.) hélst í íslensku fram á 17. eða 18. öld.

Fallbeyging persónufornafna var í öllum föllum og tölum þannig:

1. persóna (1.p.) 2. persóna (2.p.)
Eintala (et.) Tvítala (tvt.) Fleirtala (ft.) Eintala (et.) Tvítala (tvt.) Fleirtala (ft.)
Nefnifall (nf.) ég við vér þú þið þér
Þolfall (þf.) mig okkur oss þig ykkur yður
Þágufall (þgf.) mér okkur oss þér ykkur yður
Eignarfall (ef.) mín okkar vor þín ykkar yðar

Eins og sjá má hefur tvítalan breyst í fleirtölu, og hin gamla fleirtala verið notuð í þéringar á síðari tímum.

Tvítala er enn lifandi í spurnarfornöfnum, þar sem gerður er greinarmunur á hvor og hver (Hvor ykkar gerði þetta? / Hver ykkar gerði þetta?).

Annað dæmi um greinarmun á tvítölu / fleirtölu er: báðir / allir.

  • Helgi Guðmundsson: The pronominal dual in Icelandic, Rvík 1972, 140 s. University of Iceland, Publications in linguistics, 2. — Doktorsrit.
  • „Hvað er tvítala og hvaða dæmi um greinarmun tvítölu og fleirtölu finnast í nútíma íslensku?“. Vísindavefurinn.
  • „Hverjar eru reglur með þéringar, er til dæmis hægt að þéra fólk í fleirtölu?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?“. Vísindavefurinn.
  Þessi tungumálagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.