23. ágúst
Útlit
23. ágúst er 235. dagur ársins (236. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 130 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 79 - Eldgos hefst í Vesúvíusi á Ítalíu.
- 1387 - Margrét Valdimarsdóttir mikla varð ríkisstjóri yfir Noregi og Danmörku við lát sonar síns, Ólafs 4..
- 1572 - Bartólómeusarvígin. Húgenottar drepnir þúsundum saman í París og víðar um Frakkland.
- 1521 - Gústaf Vasa varð ríkisstjóri í Svíþjóð og Kristján 2. var sviptur konungstign.
- 1914 - Fyrri heimsstyrjöldin: Japan sagði Þýskalandi stríði á hendur.
- 1939 - Molotov-Ribbentrop-samkomulagið milli Þjóðverja og Sovétríkjanna undirritað.
- 1942 - Orrustan um Stalíngrad hófst.
- 1946 - Gunnar Huseby setti Evrópumet í kúluvarpi í Osló.
- 1954 - Við fornleifauppgröft í Skálholti fannst steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést 1211. Er þetta einn merkasti fornleifafundur á Íslandi.
- 1959 - Stytta af Jóni Arasyni biskupi eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal var afhjúpuð á Munkaþverá í Eyjafirði, en þar lærði Jón til prests.
- 1966 - 82 skip fengu samtals 16.116 lestir af síld og var það metafli á einum degi.
- 1967 - Í Kaupmannahöfn fór fram knattspyrnulandsleikur á milli liða Íslands og Danmerkur á Idrætsparken. Danmörk sigraði með fáheyrðum yfirburðum, 14:2. Helgi Númason og Hermann Gunnarsson skoruðu mörk Íslands.
- 1989 - Íbúar Eistlands, Lettlands og Litháens mynduðu 600 km langa mennska keðju og kröfðust frelsis og sjálfstæðis.
- 2006 - Austurríska stúlkan Natascha Kampusch slapp úr haldi mannræningja eftir átta ára innilokun í kjallara hans. Mannræninginn, Wolfgang Priklopil, framdi sjálfsmorð.
Fædd
- 1754 - Loðvík 16., konungur Frakklands (d. 1793).
- 1896 - Jacques Rueff, franskur hagfræðingur og ráðgjafi de Gaulles, hershöfðingja og Frakklandsforseta (d. 1978).
- 1911 - Þráinn Sigurðsson knattspyrnuþjálfari og formaður Knattspyrnufélagsins Fram (d. 1986).96)
- 1912 - Gene Kelly, bandarískur dansari og leikari (d. 1996).
- 1964 - Stefán Jónsson, íslenskur leikari.
- 1970 - River Phoenix, bandarískur leikari (d. 1993).
- 1978 - Kobe Bryant bandarískur NBA leikmaður.
Dáin
- 1305 - William Wallace, skosk frelsishetja (líflátinn).
- 1387 - Ólafur 4. Hákonarson, konungur Danmerkur og Noregs (f. 1370).
- 1628 - George Villiers, hertogi af Buckingham, enskur stjórnmálamaður (f. 1592).
- 1926 - Rudolph Valentino, ítalsk-bandarískur leikari (f. 1895).
- 1927 - Nicola Sacco, ítalsk-bandarískur anarkisti (f. 1891).
- 1927 - Bartolomeo Vanzetti, ítalsk-bandarískur anarkisti (f. 1888).